Færslur: 2007 Febrúar

28.02.2007 21:39

Amma Silla


Jæja í dag var ég í ömmuhlutverkinu mínu og var að passa tvo yndislega stráka.
Konný skrapp í bæinn eftir hádegi og við Týra litli hundurinn minn gættum bús og barna. Reyndar er Týra svo hrædd við minnstu börnin að hún skríður með veggjum. Og Arnar Smári þessi skemmtilegi rauðkollur elti hana á röndum...Svo vorum við heilmikið að spjalla saman við Jóhann. Hann er náttúrulega stóri bróðirinn og rétti upp fjóra fingur til að segja mér það.Og bætti við bráðum FIMM.

Það er nóg að gera í vinnunni hjá Fúsa ehf og ég myndast við að elda fyrir þá þegar ég get. Í morgun hittumst við Lilla í Sundmiðstöðinni og ég skrapp til hennar í kaffi á eftir..Við höfum verið kuldaskræfur undanfarið en vonandi fer hlýnandi svo við hættum að slufsa við sundið.

Jæja ég verð að fara að setja inn myndir. Það verður aðeins meira upplífgandi 

Hafið það sem best öllsömul.

27.02.2007 14:27

Um veginn


                    

     Já það er vegurinn okkar. 


     Stafnesvegurinn!    Hann var nú farinn að láta á sjá á síðustu misserum en NÚNA!


      Hann er að verða óökufær....

Það er vegna aukinnar umferðar vegna Wilson Muuga og einnig vegna allra þungaflutninganna sem fylgdu björgunaraðgerðunum .Umferðin er sérstaklega mikil um helgar.  Ég skil vel að fólki langi til að skoða skipið og allt í lagi með það en vegurinn er bara ekki undir það búinn.  Það hefur brotnað svo mikið upp úr honum að maður verður oft að keyra í moldarflagi meðfram ónýtri olíumölinni. Það keyra fleiri hundruð bíla um veginn um helgar , mikið af jeppum og stærri bílum.
Það fara allir eftir löglegum ökuhraða .Að minnsta kosti er ekki um hraðakstur að ræða held ég. En stundum langar mann að aka á meira en 25 km hraða en þá bara kemst maður ekki fram úr nei nei. Þetta er stundum bara broslegt. Palli einn í heiminum.

Jæja við verðum að fara að ýta við Vegagerðinni þetta er ekki hægt, það verður að laga veginn.

26.02.2007 22:32

Um daginn og veginn....

Jæja nú er búið að opna Franska safnið í Fræðasetrinu í Sandgerði. Ég á reyndar eftir að skoða en það mun líklega gefast tími því því er ætlað  að standa yfir í mörg ár. Flott viðbót við flóruna á Garðvegi 1.

Hann ætlar ekki að fara þessi kuldaboli sem hefur verið hjá okkur undanfarið. Reyndar hefur verið fallegt veður og frekar stillt.  En núna er átta stiga frost. Í gær vorum við Jóhanna að raða timbri fyrir utan Heiðarbæ og flott að fá smá hjálp. Líka skemmtilegra að vera tvær. Við vorum að giska á að um það bil 200 bílar hafi keyrt framhjá á þessum klukkutíma. Þvílík traffik, allir að skoða Wilson vesin, allavega flestir. Hrefna og Viðar kíktu en ekkert fengu þau kaffið. Ég þarf að fara með kaffivél í kotið svo ég geti tekið á móti gestum að góðum sveitasið! Svo skoðuðu Ómar og Gyða húsið og leist vel á.
Það er svo mikið að gera hjá Gunna og Fúsa að enginn aukastund hefur gefist fyrir Heiðarbæinn. Þetta kemur bara með kalda vatninu eða þannig. Það fer ágætlega um okkur í Bjössahúsi. Hann hefur ekkert talað um að henda okkur út ennþá  ha ha.
Konný var hjá mér rétt áðan og við vorum á netinu og allstaðar að spá í hlutunum vegna stóra atburðarins sem á að gerast í vor. Þá ætlar vinur okkar til sautján ára David Rose að giftast sinni heittelskuðu í Hvalsneskirkju. Nánar tiltekið 26. mai. Það er von á hópi fólks með þeim svo við höfum um nóg að hugsa.
En við erum ekki ein um undirbúning. Maddý og fleiri hjálpa til. Maddý og Gísli ætla að lána Glaumbæinn og þar verður margt um manninn í mai. Það verður ekki amalegt fyrir Ameríkubúana að gista þar.

Jæja fer að koma mér og karli í háttinn.

Hafið það öll sem best.


24.02.2007 15:58

Halló!

Jæja ég mátti til. Smituð af Bjössa, Konný og fleirum. Það eru allir með heimasíðu eða þannig.

Ég heiti Sigurbjörg Eiríksdóttir og bý sem stendur að Nýlendu í Stafneshverfi og við hjónakornin erum að byggja Heiðarbæinn okkar þar sem við ætlum okkur að eyða ellinni. Reyndar flytjum við fyrr vonandi og þessi elli kemur vonandi seinna..ha ha.

Karlinn minn heitir Gunnar Borgþór Sigfússon og saman eigum við fimm börn og ellefu barnabörn. Rík..

Læt þetta vera góða byrjun.

Læt ykkur svo heyra frá mér síðar.

  • 1
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 97219
Samtals gestir: 19707
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:05:23