Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 14:41

Fyrsti snjórinn.

Halló!!

Jæja þá er fyrsti snjórinn fallinn..Það er allt svo hreint og fallegt úti. Það er nánast logn og þetta er góða andlitið af snjónum..En þegar Kári er í ham finnum við fyrir hinum hlutanum. Ég ætla bara að vona að veturinn verði léttur..

Bjössi var hér og var að taka myndir í góða veðrinu.. Það er eins og venjulega ágætt fyrir ykkur að kíkja á síðuna hans. Hilmar Bragi og Guðbjörg komu hingað í gærkvöldi og höfðu með sér par sem nú á Snata sem fæddist hér í júlí 2007. Hann heitir núna Nemo og er ekkert smá flottur..Vel upp alinn og hirtur..Gott að vita af honum í góðum höndum.. Dýravinir skilja svona spjall.

Nú eru auglýsingarnar farnar að hellast yfir okkur..Jóla hvað? Það styttist í jólin en ansi er ég hrædd um að það sé víða þröngt í búi. En hamingjan og jólaandinn eru nú ekki keypt fyrir peninga. Svo..

Kæru vinir þennann fyrsta sunnudag í aðventu kveð ég í bili..Hafið það sem best hvar sem þið eruð á jarðarkringlunni.
Ykkar Silla.

21.11.2009 18:32

Erilsamir dagar.

Heil og sæl.

Nú er ég komin heim á ný og jarðarför mömmu afstaðin. Við flýttum heimferðinni aðeins og því var hægt að nota helgina og hún var jarðsett í gær. Útförin fór fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði og jarðsett var í Hvalsneskirkjugarði. Kistulagningin var í Hvalsneskirkju og var yndisleg stund með nánum ættingjum sem eru margir. Líklega höfum verið amk fimmtíu þar. Barnabörnin komu að norðan til að kveðja ástkæra ömmu og voru með sum langömmubörn hennar með sér. En mamma átti 78 afkomendur, hvorki meira né minna...Helga frænka lék á fiðlu við kistulagninguna og það var fallegt..Allt gekk þetta mjög vel..

En nú er svona tómarúm..systur mínar eru að fara norður í dag og á morgun. En við þurfum að koma saman fljótlega. Margt að huga að í svona efnum..Íbúðin hennar mömmu er eins og listasafn! En við Bjössi erum hér fyrir sunnan og þurfum að setja málin í ákveðið ferli.

Ferðin okkar var mjög góð. Við slökuðum á og sleiktum sólina á milli þess að við vorum í búðarrápi..Fórum daglega í gönguferðir um nágrennið. Gunna líkaði það betur en flatmaga..Hann þolir ekki að liggja í sól og við kölluðum hann Skuggabaldur! Það þekkir fjölskyldan okkar..Og svo var gaman að hitta Dísu aftur og krakkana. Við fórum eina ferð að heiman sem tók 4 nætur..Fyrst til David og Stacey og svo upp til Tennisee til Nashville...Eina rigningin sem við fengum í allri ferðinni var á heimleiðinni frá Alabama..Annars var 25-30 stiga hiti alla daga. 

En látum þetta duga í bili..Bjössi er með fullt af myndum hjá sér og linkur hér til hægri hjá mér..endilega kíkið þangað.

Kæru vinir og ættingjar..hafið það sem best.
Ykkar Silla.




15.11.2009 04:34

Mamma mín.

Kæru vinir.
Erfiðir tímar hjá mér.
En lífið heldur áfram og nú erum við elsti hlekkurinn! En ég er erlendis og það kemur í hlut systkyna minna fjögurra að tala við prest og ákveða allt. Endalaust er ég þakklát henni Erlu minni fyrir allt sem hún hefur gert! En nú er kominn háttatími hér í Jacks.
Góða nótt.

10.11.2009 03:36

Nashville - Alabama.


Kæru vinir.
Nú er kellan í Amerikunni. Fórum til Orlando á þriðjudag fyrir tæpri viku. Þar sóttu Maddý og Gísli okkur og við höfum gist í Ölla herbergi í Epplagötu..Síðan fórum við til David og Stacey öll saman og þá kom áfallið. Á laugardagsmorgun klukkan sjö að okkar tíma hér hringdi Sigfús minn og sagði mér að mamma hefði kvatt okkur.
 
Auðvitað hefur hennar tími verið komin en hún var samt svo hress og síföndrandi og málandi fram á það síðasta. Ekki bara það, hún sendi mér kveðju á facebook (þar sem hún var eins og unga fólkið) eftir að ég fór út. Þetta er ekki óskastaða að vera erlendis við svona aðstæður. Við erum búin að flýta heimferð um tvo sólarhringa. Mamma hefði samþykkt það og ekki degi meir held ég:)

En við fórum í smá ferðalag vinirnir og skruppum til Nashville Tennessi eftir að vera í heimsókn hjá David og Stacey..Þar heimsóttum við Helgu frænku Erlu Jónu og það var mjög gaman. Síðan fórum við niður í miðbæ í Nashville og þar var margt að sjá. Kúrekar og aftur kúrekar!!

En nú erum við í smábæ í Alabama og höfum það notalegt. Klukkan hér er bara tíu að kvöldi og allir í fastsvefni heima..Sex tíma munur..En það er rosalega fallegt hérna og við höfum séð heilmikið nýtt.

En í bili læt ég þetta duga..
Hafið það sem allra best.
Ykkar Silla.
  • 1
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101081
Samtals gestir: 20430
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:23:01