27.02.2007 14:27

Um veginn


                    

     Já það er vegurinn okkar. 


     Stafnesvegurinn!    Hann var nú farinn að láta á sjá á síðustu misserum en NÚNA!


      Hann er að verða óökufær....

Það er vegna aukinnar umferðar vegna Wilson Muuga og einnig vegna allra þungaflutninganna sem fylgdu björgunaraðgerðunum .Umferðin er sérstaklega mikil um helgar.  Ég skil vel að fólki langi til að skoða skipið og allt í lagi með það en vegurinn er bara ekki undir það búinn.  Það hefur brotnað svo mikið upp úr honum að maður verður oft að keyra í moldarflagi meðfram ónýtri olíumölinni. Það keyra fleiri hundruð bíla um veginn um helgar , mikið af jeppum og stærri bílum.
Það fara allir eftir löglegum ökuhraða .Að minnsta kosti er ekki um hraðakstur að ræða held ég. En stundum langar mann að aka á meira en 25 km hraða en þá bara kemst maður ekki fram úr nei nei. Þetta er stundum bara broslegt. Palli einn í heiminum.

Jæja við verðum að fara að ýta við Vegagerðinni þetta er ekki hægt, það verður að laga veginn.

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101734
Samtals gestir: 20630
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:48:18