28.02.2007 21:39

Amma Silla


Jæja í dag var ég í ömmuhlutverkinu mínu og var að passa tvo yndislega stráka.
Konný skrapp í bæinn eftir hádegi og við Týra litli hundurinn minn gættum bús og barna. Reyndar er Týra svo hrædd við minnstu börnin að hún skríður með veggjum. Og Arnar Smári þessi skemmtilegi rauðkollur elti hana á röndum...Svo vorum við heilmikið að spjalla saman við Jóhann. Hann er náttúrulega stóri bróðirinn og rétti upp fjóra fingur til að segja mér það.Og bætti við bráðum FIMM.

Það er nóg að gera í vinnunni hjá Fúsa ehf og ég myndast við að elda fyrir þá þegar ég get. Í morgun hittumst við Lilla í Sundmiðstöðinni og ég skrapp til hennar í kaffi á eftir..Við höfum verið kuldaskræfur undanfarið en vonandi fer hlýnandi svo við hættum að slufsa við sundið.

Jæja ég verð að fara að setja inn myndir. Það verður aðeins meira upplífgandi 

Hafið það sem best öllsömul.
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101680
Samtals gestir: 20603
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:31:56