01.03.2007 20:36

Veðurfarið.


Vinsælasta umræðuefni allra tíma er veðrið.
Sennilega oft þegar fólk veit ekki hvað það á að segja. Hm. Fínt veður í dag. Það er þó alltaf hægt að tala um veðrið. Nú spáir slyddu eða snjókomu en kannski fari þá að hlýna. En ég ætlaði í þessu sambandi að segja ykkur frá bekkjarbróðir mínum í Seattle honum Mumma. Hann sendi mér imail í dag (við skrifumst á gegnum netið) og sagðist ekki komast í vinnuna vegna snjókomu.
Í gær þegar hann var á leiðinni heim kom hann að fimmtíu bíla árekstri. Hann slapp sem betur fer.
En er ekki veðráttan eitthvað að breytast eða finnst manni það bara?
Með ósk um að vori snemma.

Kveðja til ykkar.
Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 102657
Samtals gestir: 21031
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 16:34:08