08.03.2007 20:13

Ömmurar og fermingarstúlkan.


Já við, Anna amma , Ástrós Anna og ég fórum í Reykjavíkina í dag í verslunarleiðangur.  Aðalástæðan var að finna fermingarskó á Ástrósu.
Það gekk bara nokkuð vel og var ferðin hin ánægjulegasta. Við fengum okkur kaffi og kók í Kringlunni og við Anna spjölluðum svo mikið  að Ástrósu þótti nóg um. En er það nú ekki gott að ömmur hafi um eitthvað að tala? Skórnir fundust og fermingarkjóllinn er klár. Þessi flotta stelpa verður örugglega fín í veislunni sinni þann 5. apríl n.k. 
En að öðru. Ísar er að vinna í aukavinnu í Heiðarbæ.  Leggja lagnir fyrir vatn og fl. Hann er farinn að vinna hjá ITS á Keflavíkurflugvelli og það er vaktavinna svo hann hefur einhvern tíma auka. Annars eru allir svo uppteknir allstaðar að það hálfa væri nóg.
Annað,. það var svolítið skondið að sjá bíl yfirmanna vegargerðarinnar fara hér um í morgun. Skyldi eitthvað hafa ýtt við þeim í því að skoða Stafnesveginn eða?
Ekki meira af hálfkveðnum vísum í dag...
Hafið það sem best.
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 139
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 103204
Samtals gestir: 21337
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:53:27