24.03.2007 00:11

Sauma-tal-klúbbur...


Gott kvöld...Ég var að koma úr saumaklúbb. Komið fram yfir miðnætti svo ég ætla að vera stuttorð. Enda búin að tala og hlægja frá mér allt vit. En svona eru saumaklúbbarnir okkar. Það er reyndar ein sem vinnur handavinnu með...
Sigrún á Melabergi eins og hún var kölluð í den. Og stundum Lilla Árna sem er frá Landakoti. Aðrar í kvennaklúbbnum eru  Helga Eyjólfs, Eydís Guðbjarnadóttir og Lilla í Kef. Svona er þetta sundurliðað. Og núna vorum við hjá Lillu í Kef. (Einu sinni Lillu hans Kidda.)
Það var fjör hjá okkur og það er alltaf. Hittumst reyndar bara einu sinni í mánuði og bara yfir veturinn......

Annað ,Jón Hrafn hennar Lindu dóttur minnar var í viðtali á Íslandi í dag á stöð tvö. Hann tók þátt í iðnnemakeppni í Kringlunni. Hann er að læra múrverk og er ansi flinkur og enda stúdent  með einn vetur í Háskólanum í verkfræði. Góð undirstaða fyrir námið. Hann er að æfa sig fyrir Heiðarbæinn.. að ég held!!  Hann ætlar, kannski með öðrum að leggja flísar fyrir okkur. Hann vann í dag og fékk verðlaun og svo er þetta bara gaman. Linda kíkti á staðinn með dóttluna og lenti í útsendingu. Ef þið viljið skoða þá farið bara á vísir.is og á Ísland í dag 23.mars. Jæja best að fara að halla sér. Sofið rótt í alla nótt...
Flettingar í dag: 0
Gestir í dag: 0
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101714
Samtals gestir: 20625
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 00:36:29