22.06.2007 21:09

Vilmundur Árni.


Jæja ,fyrsta gistingin hjá barnabarni í Heiðarbæ! Villi fjörkálfur er sá fyrsti til að gista í nýja húsinu. Og hann vill alls ekki sofa á loftinu. Vill sennilega vera nær okkur. Það á eftir að breytast. Pottþétt þegar fleiri verða í einu. Jóhanna er að vinna á morgun og engin til að passa í fyrramálið. En hann og afi eru að horfa á mynd eða..afi sefur og Vilmundur horfir...Og svo er spennandi að fá sér vatn úr nýja ísskápnum því hann fær þar klaka líka. Strax búin að hella niður..en svona er ömmulífið...

Jæja annars lítið að frétta. Förum í brúðkaup á morgun í Hafnarfirði og svo höldum við áfram jarðvinnunni. Það er komin ný fréttasíða hjá okkur í Sandgerði. Mér líst mjög vel á hana og vona að fólk verði duglegt að senda þeim fréttir úr daglega lífinu. Það er örugglega mikil vinna að vera sívakandi yfir efni í svona síðu. Allavega, hún er vönduð, fer vel af stað og ég óska þessu fólki og þeirra framtaki alls hins besta. Ég er búin að setja hana sem tengil á síðuna mína og endilega skoðið hjá þeim. Hún heitir Lífið í Sandgerði. (245.is)
Nú fer ég að huga að þeim körlunum mínum, svo ég segi bara góða nótt.

Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101711
Samtals gestir: 20623
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:00:17