24.06.2007 23:14

Útilíf.



Það liggur við að maður fái ofbirtu í augun. Þvílíkt hvað það er búið að vera mikil blíða.
Það er allt orðið svo þurrt en ég hélt maður myndi nú ekki óska eftir rigningu en... Kannski næturregni ha ha !!! Það eru margir sem hafa farið úr bænum. Sigfús og fjölskylda fóru til Akureyrar og Jóhanna og Konný fóru með krakkana í húsdýragarðinn. Linda og fjölskylda voru í Vík í Mýrdal þegar hún talaði við mig og Eiríkur hringdi frá Danmörku í gærkvöld og var glaður með einkanirnar sínar 9-10 heyrðist mér. Svo það er rafmagnsverkfræðin sem tekur við hjá honum strax í ágúst.

Í dag höfum við verið að mestu úti að slétta fyrir torfið og laga heimkeyrsluna til bráðabrigða.
Gísli og Bjössi hjálpuðu okkur helling í gær en á meðan fórum við í brúðkaup í Hafnarfirði. Frænka Gunna, Ásdís Finnsdóttir var að gifta sig Ameríkana.(Ég held að það séu Ameríkanar allt í kring um okkur núna). Brúðurin er líffræðingur í læknisnámi og brúðguminn viðskiptafræðingur. Og þau kynntust í skólanum!! Þau búa í háskólabæ í Missouri.        

Ég setti loksins niður kartöflurnar í dag og það var bara í smáhorn á garðinum. Bjössi hlýtur að eiga meira útsæði og fylla upp. Hann fór í eitthvað ferðalag með fjölskylduna í dag. Maddý og fjölskylda hafa verið hér í sveitinni um helgina og bara fjölmennt hjá þeim. Enda eiga þau sex börn og átta barnabörn svo hópurinn er stór og myndarlegur. Björk Ína með börnin kíkti í dag og líka Árni Snær með soninn. Björk Ína er nr.3 í röðinni og Árni nr.4 af Maddýar hóp.

Við skruppum í Glaumbæinn í gærkvöld í smástund og Bjössi og Þórunn Anna líka. Svo þurftum við að elda mat í dag fyrir Litháana sem eru að vinna í húsunum á Ásabraut svo það varð að fara frekar snemma í háttinn. Já svona líða dagarnir dálítið fljótt.. en þegar allir eru frískir og fínir þá þarf ekki að kvarta. Vona að allir hafi komið heilir heim, kannski velt sér upp úr dögg á Jónsmessunni eins og gert var í gamla daga.. Góðar stundir.


Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101693
Samtals gestir: 20611
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:48:09