01.07.2007 20:57

Góður dagur!


Sólin hefur skinið eins og venjulega nú undanfarið. Allur júnímánuður frábær og nú er kominn júlí. Það var unnið í pallinum í góða veðrinu og heilmikið þokast áfram. Það hefur verið mikið um gestakomur og það er alltaf gaman. Maddý Gísli og Benni komu í gærkvöld og þá höfðu níu manns verið í mat fyrr um kvöldið. Svo á því sést að það er fjör á bæ.
 
En heilsan er ekkert alltof góð. Berkjubólgan..en það smá lagast. Ég varð að gefast upp og fara að sofa áður en M..G..og .B fóru í gærkvöld eða nótt. Hvenær er nótt og hvenær er dagur á þessum tíma. Ekkert of hrifin að vera svona slöpp.

En svo komu Færeyingarnir vinir okkar í heimsókn í dag. Og það var ánægjulegt að fá þau hingað til okkar. Sólrún og Óskar voru með þeim. Og ég átti ístertu sem var vel þegin, held ég í hitanum. Ég hafði áhyggjur af þeim í bráðabrigðastiganum en allt gekk vel. Kirsten bæjarstjóri færði okkur gjöf og þau eru svo indæl færeysku frændurnir okkar. Allavega þau sem ég hef kynnst.

 Týra er orðin þung á sér og ég á von á að það komi hvolpar á næstu dögum. Margir hafa sýnt þeim áhuga fyrirfram en ég veit ekkert hvað verður hvað margir af hvoru kyni og þannig. En þetta verður spennandi þegar þetta verður búið.
Jæja fleira ekki sagt í bili. Góðar stundir.


Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 107484
Samtals gestir: 23097
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 13:46:43