05.08.2007 14:27

Flugleið.


Já það má segja að ég búi við flugleið og það í fleiri en einum skilningi. Ég sat úti áðan og horfði á fleiri hundruð kríur fljúga framhjá. Flestar með síli í gogginum handa ungunum. Þær komu sunnan að, líklega frá Básendum eða lengra að. Sennilegra frá Sandvík eða Ósabotnum.

 Og ég er viss um að meirihlutinn fer alla leið í Norðurkot þar eru þær flestar þó sumar séu hér um kring. Já lífsbaráttan hörð hjá þeim og vonandi drepa hvorki mávar eða menn á bílum afkvæmin!

Svo er það hin flugleiðin. Flugvélarnar okkar mannanna. Austur-vestur flugbrautin er í stefnunni hérna rétt norðan við okkur. Þegar Dúna kom heim um daginn sat hún við gluggan og veifaði eða þannig  Svo undir morgun vaknaði Þröstur við Ameríkuvélarnar þegar þær voru að lenda.


 Ég er löngu hætt að heyra þetta. Fann aðeins fyrir þessu þegar við vorum í skúrnum og bara fyrst. Þær eru komnar neðarlega þegar þær eru hér enda aðeins 2-3 km að flugbraut ef það nær því.


Jæja hér er allt rólegt og gott. Við höfum verið að dunda úti við. Það er fínt veður en dálítið hvasst. Vorum í mat í Glaumbæ í gærkvöldi. Sátum svo og skipulögðum ferðina í september. Við ætlum langt en verðum örugglega að geyma Vesturströndina..Það er of mikið af því góða.


Við fljúgum til Minneapolis og keyrum upp til Winnipeg og Gimli og svo fleira...Heyrðum í David og bíllinn verður sennilega komin á flugvöllinn. Þau eru alveg frábær í að hjálpa okkur með þetta.


En fyrst er nú brúðkaupið hjá Jóni og Lindu..Jennifer og David koma í það en Stacey kemst ekki. Jæja best að fara út aftur og reyna að gera eitthvað af viti. Vona að allir hafi það gott hvort sem þeir eru á faraldsfæti eða bara heima eins og við.
Silla.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 107477
Samtals gestir: 23095
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 12:36:23