25.08.2007 10:03

Setning Sandgerðisdaga í súld og bullandi regni.


Já ekki fór það svo að almættið vildi ekki minna okkur á að sumarið væri ekki eilíf sól. Sandgerðisdagar voru settir í mildu veðri en súld og meira að segja dembum af rigningu. Gott að vera í úlpu og svoleiðis. Mér fannst frábært hvernig þau orða þetta á 245.is..Rífandi stemning og Veðurguðirnir gátu ekki einu sinni haldið vatni!!! 

Annars var fjöldi fólks mættur en sumir flúðu inn í tjöld sem eru á svæðinu og bílana. En allt gekk þetta nú ágætlega og mikð af fólki með hatta á staðnum enda verið að vekja upp Hattavinafélagið sem var stofnað fyrir átta árum á Sandgerðishátíð. Og áfram verður sama stjórn þ.e  Höfuðpaur, skammari og skrásetjari.ha ha ..

En nú er sólin komin aftur og spáin lofar góðu fyrir daginn. Það skiptir flesta meira máli. Alltaf hefur aðaldagurinn verið laugardagur. Þá verður grillað í hverfunum og eftir það farið niður að hátíðasvæði. Margt annað er líka um að vera og Bylgjan hefur hér aðsetur eins og í gær. Svo nú er bara um að gera að stilla á 98.9..

Ég fer snemma á fætur þessa daga því hvolparnir mínir þurfa athygli og vilja fá mömmu sína í morgunsárið. Og þvílik kæti eða eigum við að segja græðgi í hana Týru. Það fer nú að fækka þessum spenatímum því þeir geta orðið bjargað sér og mamman orðin löt við þá. Hún er samt að siða þá til og það er bara fyndið að sjá aðfarirnar.

En Ólöf og Día komu í gær með pabbann með sér og hvað litlu skinnin urðu hrædd við hann!! Held nú að hann hafi verið enn smeikari við afkvæmin..eitthvað óþekkt fyrirbæri!!! Día er búin að kaupa búr sem hún skildi eftir og bíður spennt eftir Tátu sinni. Hún ætlar að taka hana til sín 3. sept. Svo þá verður Snati bróðir hennar líka nýfarinn heim til sín. Og í gær fór ég með þau í bólusetningu,örmerkingu og fleira. Þeir eru svo margir að dýralæknirinn var 45 mínútur við þessa vinnu.

Jæja Linda var gæsuð í gær með pomp og pragt. Þetta er orðin liður í giftingunum í dag. Nema ef fólk smeygir sér í kyrrþei til séra... Þetta er orðið svolítið Ameríkst  hjá okkur. En það er gaman að þessu í hófi. Svo nú fer litla barnið mitt bráðum að gifta sig. Ekki langt síðan hún vara lítil eða það finnst mér. En hún er nú orðin 24 ára.


Stoppa hér og vonum að dagurinn verði ánægjulegur.
Silla.

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101701
Samtals gestir: 20616
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:43:25