01.09.2007 20:17

Í Reykjanesbæ!


Ég tók sólina sem gægðist í gegn um skýin og brunaði með hana í Keflavík. Má ég ekki örugglega segja Keflavík? Við Sólrún skruppum og skemmtum okkur vel á Hafnargötunni. Hittum fjölmarga sem við þekktum. Ég hitti Vilmund barnabarnið mitt sem var þarna með elskulegri stjúpu sinni. Og við dönsuðum færeyskan dans. Sólrún hitti frænda sinn og svei mér ef mér fannst ekki að ég væri komin hálfa leið til Færeyja.

En við ætluðum á málverkasýningu sem var sögð vera í h.f húsunum en var ekki. Þar var Sigga Rosenkrans og gaman að kíkja á myndirnar hennar. Svo stormuðum við í lokin upp í Kjarna og skoðuðum Færeyska ljósmyndasýningu..flott. Svo ég er örugglega búin að ganga nóg í dag því bíllinn var upp við Hringbraut.

Svo fórum við upp á Þórsvelli til Hrafnhildar og tókum Grímu með okkur heim. Hún var búin að vera góð allan daginn en fór að væla í bílnum litla skinnið. Eitthvað óöryggi. Ég tók hana úr búrinu eftir að ég var búin að keyra Sólrúnu heim og hún var róleg þegar hún fór í það aftur.

Og svo er bara að kíkja til austurs úr Heiðarbænum í kvöld. Þá hljótum við að sjá flugeldasýninguna. En hm ég á eftir að athuga hvenær hún verður. Ætli það sé ekki mál að hætta þessu núna. Og seinna í mánuðinum verða bloggin færri..ykkur til huggunar!! Þá verðum við annarsstaðar en ég ætla samt með tölvuna með mér..

Góðar stundir.

P.s. Já ég sá flugeldasýninguna.. Hún byrjaði kl.ellefu. Það er ekki langt á milli vina í þessu samhengi. Og heiðin sem var mannskæð í gamla daga er ekki svo stór. Maður sér svvvoonnnna milli hverfa..
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 107482
Samtals gestir: 23096
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 13:20:25