17.09.2007 00:48

Í Stony Plan.


Halló. Nú erum við í Edmonton eða reyndar í úthverfi sem heitir Stony Plan. Mjög skemmtilegur staður og við erum hér í besta yfirlæti. Nú er verið að grilla og alles svo ég notaði tímann og settist smá með tölvuna. Ekki ætlaði ég að blogga svona oft en það er allstaðar netsamband svo það er þægilegt. Klukkan hér er rúmlega hálf sjö og flestir sofnaðir heima.

En ég næ ekki að senda póst sem gerir ekkert til. Þið bara kíkið annaðslagið á mig og commentið. Það er flott, fæ fréttir af Týru og Vikký meira að segja. Vona að mannfólkið hafi það jafn gott. Hér var 20 stiga hiti í dag. Svona eins og best í sumar. Ég átti ekki von á svona hita hér því við erum jú norðarlega. Á morgun ekkert eldsnemma förum við svo að fikra okkur suður á við til USA. Komum sennilega niður í N. Dakota og svo áfram áleiðis til Milwaukee. Reiknum með að það flakk taki 3-4 daga.

En aftur að Stony Plan. Hér er frændfólk Gísla líka og ein frænkan talar íslensku..fædd hér. Hjónin sem við gistum hjá núna í tvær nætur heita Charlene og Barrý og eru aðeins yngri en við. Stórfín og elskuleg. Charlene hefur alla ættina á hreinu og hefur sett upp frábær albúm. Svo við erum komin á kaf í ættfræði milli þess að við sitjum úti á palli í sólinni. Þau eiga hús á þrem hæðum og allt til alls.

Nú held ég að maturinn sé að verða tilbúinn ..ekki fær maður að hjálpa..og ekki láta bíða eftir mér svo ég fer að hætta þessu í bili. Vona að allir heima hafi það sem best. Góðar stundir.

Kveðja frá Sillu og hinum flökkurunum.

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101693
Samtals gestir: 20611
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:48:09