21.10.2007 16:15

Lilja Kristín í heimsókn.


Lilja er í heimsókn frá Danmörku. Hún ætlar að skíra nýfædda systurdóttir sína. Kannski hún gifti einhvern líka!  Hún kom hingað í Heiðarbæ ásamt Sirrý í gærkvöld. Gaman að hitta hana. Hún kom ekki í Lindu og Jóns brúðkaup en þá mætti Eiríkur.
 
Bjössi var hér í morgun og er að jafna sig af flensu. En hann er líka mjög slæmur í öxl og fram í fingur..Ég er ansi hrædd um að þar sé að taka sig upp brjósklos!

Og við fréttum að það hefði gengið vel að steypa í Eplastræti. Monthy mætti ásamt David og Stacey og hjálpuðu Maddý og Gísla við verkið. Ótrúlega góðir vinir sem við eigum að þarna. Svo nú er mikið búið þar á bæ.

Nú var ég að hella mér upp á kaffi og hef það notalegt í sveitinni. Sunnudagur og á morgun fer ég með mömmu til læknis..Var að reyna að æfa mig í myndaalbúminu og tókst að raða fyrstu myndum frá Kanada upp á nýtt..nokkuð rétt. Það vantar hinsvegar Edmontonhlutann. Fer að koma með þetta.

Það var búið að spá klikkuðu veðri en það bólar ekkert á því. Bara haustblíða ennþá..Linda og Hrafntinna voru að fara og snuddan hennar lenti í hundunum ææ!!.Hef þetta ekki lengra í bili.
Kveðja úr Heiðarbæ.



.

Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101708
Samtals gestir: 20621
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:21:47