27.10.2007 18:27

Afmælisveisla á morgun!!



Já það verður boðið til veislu fyrir tengdapabba á morgun. Hann verður áttræður en að vísu ekki fyrr en 30.okt. En það er auðvitað miklu betra að ná fólki saman um helgi..svo..Við tökum saman höndum Sirrý ,ég ,Erla Jóna og stelpurnar mínar og búum til eitthvað jammijamm.

Við fengum salinn í Miðhúsum. Þau sem búa þar eiga rétt á salnum einu sinni á ári, svo það er flott mál. Við vitum af mörgum sem koma af höfuðborgarsvæðinu og svo er ég viss um að margir mæta héðan úr Sandgerði.Svo nú er bara að bretta upp ermar og töfra fram réttina!

Já strákarnir hennar Jóhönnu voru hér í nótt og það var fínt. Rólegir strákar..allavega hjá ömmu og afa. En ekkert veður var til útiveru svo sjónvarpið og talvan voru í aðalhlutverki. Ég skilaði þeim um tvöleitið og síðan fórum við Sirrý að spá í salinn og raða borðunum.

Bjössi bró kom áðan og hann er alveg frá í handleggnum.Hann á að fara í skoðun á þriðjudag. Ég held að hann þurfi að fara í sneiðmyndatöku..en hvað verður gert.??.
Vona að hann fái bót á þessu. Lillý er líka lasin og bestu kveðjur til hennar!! Tengdafaðir Dúnu lést í gærkvöld svo það leggst alltaf eitthvað til fyrir fólk. Hann var búin að vera veikur en ég veit samt ekki meir um það.

Kveð að sinni. Kveðjur úr Heiðarbæ. 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101741
Samtals gestir: 20631
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 02:18:32