10.11.2007 21:36

Vinna í Heiðarbæ.



Jamm, það er auðvitað ekki allt fullbúið hér í Heiðarbæ..nei nei. Núna er Diddi að hjálpa okkur að klára gestabaðið. Þar verða líka þvottavélin og þurrkarinn. Einhverjir sögðu við mig þegar teikningarnar voru skoðaðar..Silla flott að hafa í kjallaranum þvottahús og svoleiðis.

En ég sagði nei þá og held að það sé raunsætt..Allt í lagi núna, en eftir 10-20 ár, þá hvað? Gott að hafa flest til daglegra nota á sömu hæð! Svo nú er hann Diddi eða Sigurður frá Hlíðarhúsum að flísaleggja fyrir okkur. Hann er mjög góður í faginu og duglegur. Góður strákur.

En annarri flísalagningu hafa feðgarnir Jón og Kalli sinnt með miklum sóma. En þeir höfðu ekki endalausan tíma og við skiljum það. Og þeir eru á öllum stöðum í einu feðgarnir. Núna er hús Lilju og Alla að rísa..Ekkert smá flott...Höll!!

Og svo eigum við hér eftir að ljúka við kjallarann. Þar ætlum við að hafa bókaherbergið og saumaherbergið. Get kannski lagað galla og náttföt fyrir barnabörnin. Og það er bara ljúft að hafa eitthvað að gera í framtíðinni ef heilsan leyfir.Góð heilsa er gulli betri!

Gott fyrir Gunna þegar hann kemst á eftirlaun að hafa eitthvað að snudda. Það verður örugglega eitthvað eftir handa honum eftir nokkur ár!! Átta ár eru fljót að líða. Eftirlaunin eða lífeyririnn eru reyndar smánarleg núna..En kannski lagar einhver réttlætissinninn það og tengir hálaunastéttunum..hver veit. Má láta sig dreyma..

Kveðja úr logninu..!!..Silla.
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101699
Samtals gestir: 20614
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:11:56