01.12.2007 17:11

Listatorg..

 
Í dag var formlega opnað listagallerýið Listatorg. Konný er í stjórn Listatorgs og ég hef fylgst með í fjarlægð og í gegnum 245.is sem hafa verið dugleg að fjalla um málið og framvindu þess. Það verður aldrei ofþakkað að fá þau hingað Selmu og Smára með Lífið í Sandgerði. Svo dugleg hafa þau verið að fjalla um mál sem eru okkur nálæg í bæjarfélaginu. Ég missti af byrjun opnunarinnar sem var kl.eitt en ég mætti um tvöleitið.

Og þessi hópur með Guðlaugu Finnsdóttur í fararbroddi hefur ekki setið auðum höndum. Og ég veit og hef heyrt að Jón Norðfjörð hafi verið mjög duglegur í fjáröflun og fleiru. Allavega hefur þessi hópur unnið þvílíkt flott verk. Verst að ég missti af borðaklippingu og ræðum. Ég var að sækja Gunna á HSS og nú er hann hér heima að hvíla sig. En ég hitti fyrrum samstarfsfólk úr bæjarstjórn og fleiri góða vini. Gaman að þessu og færir líf í menningu Sandgerðisbæjar.

Svo skutluðumst við mamma í Bónus og Hagkaup. Þar rakst ég á gamla vinkonu sem alltaf hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér..Siggu Dúu. Alltaf jafn glaða og innilega. Hún var Félagsmálastjóri í Sandgerði þegar ég var í félagsmálaráði og bæjarstjórn. Líklega í 6-7 ár. Við unnum mikið saman og urðum nánar ekki síst vegna eðlis þessara hluta held ég. Svo er hún svo einstök persóna. Hún flengir mig ef hún sér þetta.

Við erum búnar að tala lengi við Sigga Dúa um að ná gamla hópnum saman. Alltaf þegar við hittumst þá er það umræðuefnið. Kannski Þóra Kjartans lesi þetta og verði dugleg að ýta á okkur. Að hittast einhverntíma með vorinu væri gaman!!!

En fleira ætla ég ekki að blogga um í bili. Ég er vongóð um að ferðin gangi upp og stjana við karlinn minn eins og ég get svo að hann nái sér.
Hafið það gott öll sömul.
Silla.

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 107484
Samtals gestir: 23097
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 13:46:43