12.12.2007 22:25

Bingó!


Ég var að koma úr bingó í skólanum. Þar var mjög fjölmennt. Bingóið var haldið til styrktar krökkunum sem fara til Danmerkur í hina árlegu ferð. Ástrós og mamma hennar kannski ekki síður hafa verið duglegar í söfnuninni. Þarna voru tvær dætur mínar og sex barnabörn . Reyndar þreyttust yngstu tveir og farið var með þá til Hannesar í pössun.

En ekki fengum við nú mikið af vinningum enda aðalatriðið að vera með og styrkja málefnið. Reyndar fékk Gunnar Borgþór vinning. Og við mæðgurnar fengum hláturskast þegar við fengum allar þrjár bingó í einu ásamt fleirum eins og stundum verður. En engin okkar fékk nú vinninginn. En þetta var fyndið! Og svo flýtti ég mér heim í Heiðarbæinn því enn á ný spáir ofsaveðri. Er ekki allt í lagi með veðursystemið?

En svo finnst mér nú persónulega en fæ ekki neitt að ráða því  að þessar vorferðir ættu að vera til vinabæjar Sandgerðis Vogs í Færeyjum til að kynnast jafnöldrunum þar og rækta frændsemina við þau. En þetta virðist vera orðin hefð að fara til Danmerkur.

Dagarnir síðan ég kom heim hafa farið í þetta venjulega stúss..Elda fyrir Fúsafólk og snúast smá fyrir þau eldri. En á föstudagskvöldið ætlum við að fara níu saman á sýninguna hans Ladda í Borgarleikhúsinu. Fólk segir að hún sé alveg frábær. Veitir ekki af að brosa og létta sér upp í þessum óveðurslægðum sem koma hér upp að landinu annann hvern dag.

En vona að við og þið sofið vel í nótt. En það blæs ansi vel á okkur og maður verður hugsi ..Er nokkuð laust sem fýkur..Í fyrrakvöld fauk kassi sem ég hélt að færi hvergi og ybbaðist aðeins upp á bílinn minn!! En bara smávegis sem betur fer.
Bestu kveðjur.
Silla.

Fimmtudagsmorgunn 13.12. kl.10.30... Sennilega hefur veðrið verið verst t.d í Borgarnesi og á höfuðborgarsvæðinu en nóg var nú samt hér en ekkert skemmt að því ég best veit. Kv.S..


Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101711
Samtals gestir: 20623
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:00:17