01.02.2008 14:22

Komin heim.

 
Hæ öll sömul á Íslandi í Usa og í Dk. Við erum komin heim í frostið á Fróni. Ferðin gekk bara vel en var auðvitað löng. Ég var með spennusögu eftir Yrsu Sigurðardóttur sem ég fékk í jólagjöf. Hún heitir Aska og tíminn hjá mér bara flaug eins og flugvélarnar. En við lögðum okkur í morgun hjúin og ætluðum bara ekki að nenna að vakna.!! Þurftum helst tangir á augnlokin!

En nú fara dýrin okkar að koma heim. Vikký kemur þegar uppáhaldið sem passaði hana hann Bárður kemur með hana á eftir. Og svo er næst að sækja Týru til Benna og Ölla. Þá fer nú allt að komast í rétt horf. Gott að helgin er framundan svo þá gefst tími til að snúa ofan af tímamismuninum. Hitta liðið okkar og fleira skemmtilegt!

Við vorum boðin í mat hjá Báru í gærkvöld eins og ég sagði ykkur. Það var Linda sem grillaði dýrindis grillstangir fyrir okkur. Svo var Donald heima líka. Og þar stoppuðum við í um þrjá tíma. Takk öll Bára og co. Frábært hjá ykkur. Áður höfðum við skoðað okkur svolítið meira um og veðrið var eins og Íslenskt sumarveður og smá gola. 

En alltaf er gott að vera komin í heimahagana. Sama þótt veðrið sé ekki eins og í LA eða á þessum volgari slóðum. En ég læt þetta duga í bili. Aðalerindið var að láta ykkur vita að við erum mætt á svæðið.
 Bestu kveðjur til allra. Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 107452
Samtals gestir: 23088
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 04:51:40