04.02.2008 21:39

Fína úrið mitt!!


Æ já..Ég ætlaði að segja ykkur söguna af úrinu mínu..
Ég keypti nýtt úr í byrjun september vegna þess að hitt var gamalt og lúið. Þetta nýja var mjög fallegt úr að mínu mati og ég var alsæl með það. Gull og silfurhúðað og frekar nett....

En síðan lá leiðin til Kanada og Usa og ég veifandi nýja fína úrinu mínu.. En skrítið fannst mér og kenndi um að ég væri alltaf að stilla tímann að það seinkaði sér..smá!

Við fórum um allt og til dæmis til Edmonton og allt gekk eins og í sögu...nema alltaf var nýja fína úrið mitt í seinkun..Ferðin sú var góð og við vorum mjög ánægð eins og ég hef sagt ykkur áður.

En þegar við komum heim var úrið enn í seinkun! Svo ég fór með það í búðina þar sem ég keypti það og kvartaði hástöfum..Já það átti að skipta um rafhlöðu því stundum væri það ástæðan fyrir svona...Og það var gert en ennþá seinkaði fína úrið mitt sér.

Ég fór enn á ný og talaði við Georg Hannah eigandann og hann ákvað að skipta um verk í úrinu. Þetta hlyti að vera eitthvað mjög sérkennilegt miðað við gæði Svissneskra úra! Og hann fékk sent nýtt verk og skipti..Og ég fékk sem nýtt úr í hendur. En ekki hvað..Úrið SEINKAÐI sér..

Ég fer aftur og tala við Georg sem allt vildi fyrir mig gera..Taka úrið til baka ég fengi nýtt..En svo spurði hann ..Er eitthvað mikið um rafmagn hjá þér? Úrið seinkaði sér ekkert hjá honum!!! Nei nei rafmagn..ekki meira en hjá öðrum..HA?

En svo voru feðgarnir Gunni og Fúsi að pæla í þessu um kvöldið. Og eitt skondið kom í ljós! Frænka Gísla hennar Maddý í Kanada hafði gefið mér armband sem var með sterkum segul. Og þarna var orsökin!  Mjög sterkur segull!  Þið vitið!!  Allra meina bót!

Ég fór til Georgs og vildi bæta fyrir alla vinnuna og vesenið en nei. Ég þyrfti þess alls ekki en ef mér liði betur mætti ég kaupa gamla (nýja) úrið á þriðjungi verðs. Ég hafði þegar fengið nýtt úr og mér finnst þetta frábærir verslunarhættir! Góð verslun sem ég mæli með.. Georg V Hannah í Keflavík ..Takk.
Kveðja ykkar Silla.

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 107477
Samtals gestir: 23095
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 12:36:23