07.02.2008 14:50

Og enn um veðrið!



Ég er heima í dag og ánægð með að geta það. Ég hefði kannski komist allavega vegna snjóþunga í æfingarnar í morgun....En það er búið að vera og er enn um miðjan dag svo blint að það sést ekki út úr augum í verstu éljunum.

Ég var komin í úlpuna og allar græjur fyrir níu. Þá hringdi Gunni og bannaði mér að fara fet!! Og ég er auðvitað svo gegnin ha. Hringdi í Átak og þá vissu þau allt um ófærðina.. Og svo fór ég bara á netið og sá hvað var að ganga á.

Um kl. ellefu var búið að aðstoða yfir 100 bíla á Suðurnesjum og Sandgerðisheiðin lokuð. Garðvegurinn líka vegna fastra bíla..Ja hérna og mest vegna þess að fólk sá ekkert fram fyrir sig. Ég hef nú sjaldan séð frétt um að það væri illfært innanbæjar í Reykjanesbæ... En jú í morgun.

Líklega er þetta að lagast en Ísar var að koma heim og stoppaði í skafli rétt við Melaberg og fékk Ölla til að draga sig upp. Hann sagði líka það sama. Hann sá ekki neitt og varð því að hægja á sér og sat fastur. En hann er nú á litlum bíl. Svo þá kemst Gunni heim á eftir...En það er enn blint í éljunum...

En þetta er nú orðin frekar leiðinlegur vetur. Minnir dálítið á árin milli 70 og 90 og fyrr. En síðustu áratugina höfum við verið heppin hvað snjó varðar. Á árunum sem ég vann upp í Leifsstöð kom held ég tvisvar fyrir að Björgunarsveitin yrði að keyra okkur heim. Og ég var þar í 17 ár frá 1987 með hléi einn vetur.

En mér finnst notalegt að vera heima núna og pirrar mig ekkert að vera aðeins frá aðalbæjarkjarnanum. En kannski ef það stæði í marga daga? En þetta er ekkert grín þegar fólk þarf að mæta í vinnu eldsnemma í myrkri. Ég er ekki að elda í Fúsa ehf þessa dagana svo mín er ekki saknað þar ...

Ég man ekki hvort ég ætlaði að segja eitthvað fleira..(kölkuð ha?).. En það kemur þá næst. Vona að allir séu heilir á húfi og hafi það sem best með sól í sinni.
Ykkar Silla ..

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101680
Samtals gestir: 20603
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:31:56