18.02.2008 20:33

Sykursýki og samningar!


Já Gunni fór til doktorsins í morgun og nú vitum við loksins fyrir víst að hann er með sykursýki..Það kom okkur svo sem ekkert á óvart. Læknirinn sagði að hann ætti að léttast um 20 kg og hreyfa sig mikið..utan vinnu og úti!!  Hann fræddi hann líka um að þetta væri sko ekkert grín þar sem hann er líka með háþrýstisjúkdóm og það fer ekki vel saman...En með góðum vilja, hreyfingu, útiveru og einhverjum lyfjum (bara fyrst í stað) ætti þetta að ganga vel. Ég veit það!!

Og svo er næst að fara til næringarfræðings eftir viku og ég með . Því það er jú ég sem elda yfirleitt matinn. Ég er reyndar alltaf að reyna að koma ofan í hann grænni fæðu sem hefur gengið upp og ofan. En betur má ef duga skal og það er mjög gott að einhver annar segi honum þetta því ég veit að þetta er rétt. Og hann hefur tekið vel í það sem ég hef verið að segja honum. Starfsfólk Reykjalundar kenndi mér mikið árið 2006. Ég bý að því lengi..

Og svo eru það samningarnir!!  Það hafðist ekki meira fram en þetta. Og það er bara þannig. Og þótt það það sé rétt hjá Dúnu og nánast öllum að lágmarkið ætti að vera 250 þúsund til að lifa, þá er bara ekki tekið meira stökk í bili fyrir þá lægst launuðu. Þar vinnst þó svolítið en ég gæti trúað að það átti sig ekki allir á að þetta gengur ekki upp launastigann að þessu sinni. Og sumir fá bara það sem ríkisstjórnin býður. Þeir fá lítið sem hafa þegar á einhvern hátt fengið meira á liðnum árum. Og það tekur aldeilis tíma að fara upp í 115 þús frítekjumark. Ég hefði viljað sjá 120 þús frítekjumark og það NÚNA.

En ekki er nú fyrr búið að semja við þá lægst launuðu og þorra launafólks (það villir um fyrir fólki að tala um 7 samninga af 320)  því þetta eru fjölmennustu hóparnir sem samið var fyrir að viðtöl koma við t.d háskólamenn sem rignir upp í nefið á. Það vantaði bara örlítið upp á að háskólaséníið (kona) segði ''pakk'' eftir að hún talaði niður til verkalýðshreyfingarinnar.( Kannski bara mitt álit!).. Þau færu sko ekki eftir svona...Ég er og hef alltaf verið hliðholl menntun sem er af því góða... en sumir eru sko með menntahroka.

Ég var loksins að senda Ástu frænku bréf og myndir. Ég lofaði henni þessu þegar við heimsóttum hana í LA. Við erum nýbúin að fá myndina frá Báru..Takk Bára!!  Ég veit þið að kíkið annað slagið á síðuna. Það var gaman að fá mynd af ömmu og afa Gunna þegar þau voru svona ung.  Ástrós Jóhönnudóttir gistir hjá okkur núna og var s.l nótt og líkaði svo vel að hún vill bara vera.. ha ha..Gott að sofa undir súðinni uppi. En ætli ég hætti ekki í bili og eigið góðar stundir.
Ykkar Silla.



Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101699
Samtals gestir: 20614
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:11:56