27.02.2008 13:36

Gagnaver og fleira.



Það var gaman að heyra fréttina um Gagnaverið á Keflavíkurflugvelli. Og búið að skrifa undir samning um fyrirtækið! Vonandi þarf ekki að bíða mjög lengi eftir því eins og svo mörgu sem hefur verið sagt í augsýn hér á Suðurnesjum. Þarna er á ferðinni fyrirtæki sem mun skapa yfir hundrað störf. Og sennilega mörg tengd störf líka.

Ég heyrði í fréttunum áðan að það ætti að innkalla alla Nissan Navara bíla sem hefðu verið seldir undanfarin ár. Galli í björgunarpúðum. Ekki er nú gott að vita til þess að Gunni hafi keyrt í tæp tvö ár á stórhættulegum bíl!! Reyndar er ekki bíllinn það í sjálfu sér, heldur er hann í raun nákvæmlega eins og bílar voru fyrir tíma loftpúðanna.

Nú er fallinn dómur í máli bloggara sem taldist sekur um meiðyrði. Þar kom að því. Mér hefur fundist annsi mikið um að fólk væri rætið á netinu. Auðvitað þarf að fara að lögum þar sem annarsstaðar. Mér finnst samt allra verst þegar fólk kemur ekki fram undir nafni. Það þyrfti að taka á því. Ég hef nú reynt að vera varkár í orðum á mínu bloggi. Og ætla að halda því áfram. Mér finnst þessi miðlun mjög skemmtileg en hún verður það ekki ef fólk missir sig.

En göngugarpar halda áfram með sitt. Mér sýnist ætla að verða ágætt veður fram á kvöld en svo fer að snjóa aftur. Enginn friður á þessum vetri. Annars þarf ekki að vera neitt væl um það. Sólin er búin að vera dugleg undanfarið. En þetta er búið blogg í bili!!
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101667
Samtals gestir: 20596
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:21:13