08.06.2008 19:54

Grasið grænt!

 
Sæl..

Já grasið er grænt og grænna hjá mér en hinum megin við veginn! Bara grín... Það er nú grænna hjá Bjössa held ég. En það sem ég ætlaði að segja ykkur er að við settið vorum að tyrfa hjá okkur. Og við höfum eitt síðustu tveim dögum í djobbið og erum alsæl. Byrjuðum þegar torfið kom klukkan tíu í gærmorgun og vorum að til fimm. Og svo vaknaði maður með græn augu í morgun klukkan níu og ÚT..Búin klukkan fjögur!

Í upphafi þegar við horfðum yfir blettinn sem átti eftir að fá gras vorum við sammála um að þetta væru svona 100-200 fermetrar. Svo fór Gunni að mæla og útkoman var 400 fermetrar. Æ æ nóg að gera og svo var spurningin hvort við ættum að sá eða tyrfa. En í jarðveginum var smágrjót sem ekki hefði passað við sáningu svo útkoman var að tyrfa.

En nú er þetta komið og bökin eru lúin. En það jafnar sig og bara fínt að geta gert þetta sjálf án aðstoðar og fengið útivistina í æð um leið. Í gær var reyndar hellirigning og fötin fóru beint í þvottavélina. En dagurinn í dag var flottur, sól og blíða.

Á föstudagskvöldið komu vinir okkar Sólrún og Óskar í heimsókn. Alltaf gaman að fá þau. Á föstudaginn fórum við Gunni í Helguvík og vorum viðstödd skóflustungur að nýju álveri. Þar var margt um manninn og við fórum í Duushús og ætluðum að hlusta á ræðu Kristjáns Gunnarssonar en gáfumst upp vegna fjölmennis og hita. En ég fæ örugglega að lesa hana seinna!

En ég var þarna sem stjórnarmaður í VFSK. Og við erum sammála þar um ágæti þess að álver verði byggt í Helguvík. Ef einhverjir finna að skórinn kreppir að eru það verkalýðsfélögin. Og það finnst í dag..Það er pottþétt. Ég vona að umhverfissinnar séu sáttir því mengun verður innan ítrustu marka.

En að sinni ..Góðar stundir.......
Silla.
 
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101671
Samtals gestir: 20598
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:20:36