11.09.2008 20:58

Komin heim að norðan.

Heil og sæl, nær og fjær! 

Við settið skruppum til Akureyrar á föstudag og erum komin heim á ný. Og Gunni NÝkominn á sjötugsaldurinn. Hann varð 60 ára 8.september. Hafsteinn bekkjarbróðir minn vill meina að hann fari ekki á sjötugsaldur fyrr enn á næsta ári. En hvað finnst ykkur? Þessi umræða er svipuð og í kring um aldamótin og sitt sýnist hverjum.

En við höfðum það fínt. Maddý og Gísli komu á eftir okkur daginn eftir og fóru á mánudag heim. Það var mjög gaman hjá okkur og við fórum til að mynda í leikhús. Við sáum verk eftir Guðrúnu Helgadóttur sem heitir Óvitar..Við óvitarnir höfðum mjög gaman af sýningunni. Svo komu Dúna og Lillý í heimsókn í raðhúsið sem við vorum með í láni hjá Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Og það var glatt á hjalla. Mikið spjallað og hlegið. 

Við fórum svo til Dabbý systir og sáum nýja ömmubarnið hennar, strákinn hennar Berglindar. Og Berglind stendur sig vel enda 19 ára stelpan! Og mér finnst ekki langt síðan ég heimsótti Dabbý þegar hún var nýfædd....Það var í febrúar 1989..Æ æ er maður nokkuð að eldast....Þá voru Linda Ösp og Elvar Már stutt í annann endann!

Á þriðjudag fórum við til Húsavíkur og heimsóttum vini og ættingja. Hittum að vísu ekki alla en það var Anna Margrét sem við heimsóttum. Þar voru heima ásamt henni börnin hennar Gunnar Sveinn og Andrea. Og hjá henni var Hulda dóttir Erlu. Flott að sjá þessi skyldmenni mín. Við litum við í kirkjugarðinum þar sem systir mín Margrét hvílir. Svo fórum við í heimsókn til Millu og Gísla og það var virkilegt fjör hjá okkur. Milla er alltaf jafn hress og elskuleg kona. 

Svo var húsbóndinn farinn að ókyrrast í gær (ómissandi í vinnu) svo við héldum heim á leið. Við tókum stefnuna á Hofsós og ætluðum að skoða Vesturfarasetrið en komum að öllu læstu og lokuðu. Við hefðum átt að spá í að aðalferðamannatíminn er liðinn. En veðrið var svo gott að maður hugsaði ekki um að það væri að koma haust.

Nú eru Benni, Guðjón og Guðmunda úti í Jacksonville í Flórida og ég hefði viljað sjá framan í Dísu þegar hún sá að Benni var með því það var leyndó!! Hann hefur ekki farið út til hennar síðan um áramót 1992-3. En við hér biðjum að heilsa út og þó þið commentið ekki þarna Eplagötugengi, þá veit ég að þið lesið bloggið.

En það er komin tími til að enda þetta í bili.
Hafið það sem allra best.
Silla.


Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101741
Samtals gestir: 20631
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 02:18:32