27.09.2008 11:51

Helgarblogg.



Heil og sæl.emoticon  
Ég er nú hálflöt við bloggið þessa dagana. Les samt allar fréttir í mig á netsíðunum. En svo er það stundum að manni finnst ekkert nýtt í fréttum..Endalaus rulla um efnahagsvandann sem er bara niðurdrepandi að lesa. Skil ekki ráðamenn landsins í sambandi við að gera lítið sem ekkert í að spyrna við fótum í þessu.

En að öðru. Á morgun ætlar Konný að halda upp á afmælið hans Jóhanns sem varð sex ára 25. september. Á morgun er líka afmælisdagur pabba sem hefði orðið 94 ára ef hann hefði lifað. En það eru ellefu og hálft ár frá því hann lést. Það var 1. apríl 1997.

Ég ætla að útbúa brauðtertu og eitthvað nammi fyrir afmælið hans Jóhanns...Svo annað kvöld er saumaklúbbur hjá Lillu í Keflavík svo það verður ekki sultardagur á morgun.emoticon

Gunni er ásamt Fúsa og tveim öðrum í Búrfelli núna. Þeir eru að vona að það þorni upp svo þeir geti málað. Mér skilst að þeim vanti bara tvo þurra daga til að klára..Þeir þurru dagar hafa látið bíða eftir sér því það hefur rignt nær látlaust allann september. Og verið er að tala um úrkomumet. Þetta er ekki gott fyrir verkefnið þeirra. Sumarið var að vísu gott en það hefði mátt vera þurrt aðeins lengur. En vonandi kemur einhver uppstytta núna.

En ég er að lagast hratt í hnénu. Er meira að segja búin að prufa að hjóla aðeins. Svo þetta lítur vel út. En segi þetta gott í bili. Kíkið ef þið hafið áhuga á nýju myndaalbúmin hjá mér. Þar eru nýjar myndir frá ágúst og september og eldri myndir frá því í janúar.. 
Góðar stundir gæskurnar.emoticon
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101741
Samtals gestir: 20631
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 02:18:32