23.12.2008 22:17

Gleðileg jól

emoticon                        GLEÐILEG JÓL.

Kæru ættingjar vinir og aðrir lesendur Heiðarbæjarbloggs.
Ég óska ykkur öllum nær og fjær innan lands og utan Gleðilegra jóla árs og friðar.
Kærar þakkir fyrir árið sem senn kveður og er búið að vera okkur gott fyrir utan kreppuskepnu. 
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Við lærum heilmikið af þessum ósköpum öllum.
Og þurfa ekki allar skepnur að eiga sitt líf. Ég vona að líftími þessarar verði stutt.
En nú var ég að ljúka við að klappa síðustu pökkunum.
Sumir eins og Ástrós fékk bara fínu skóna sína til að brúka strax. Engan pappír takk.
Og í augnablikinu er ég að hlusta á jólakveðjurnar og nú spilar RUV gefðu mér gott í skóinn.

Og í annað sinn sendu Heiðarbæjarhjónin kveðjur í útvarpið. Byrjaði á því í fyrra og ætla bara að halda þessum sið. Hann tengist barnæskunni og tvisvar verður gamall maður barn.
Yndislegt að hlusta á allar þessar góðu óskir..Mér er slétt sama þó ég þekki ekki nema brot af þeim er kveðjurnar fá. En ég var líka að sjóða hangikjötið og umm lyktin. Svo þá geta jólin komið annaðkvöld með allri sinni dýrð.
Í fyrra fórum við í kirkju kl. sex. En nú er sá tími í Garðinum og ég fer bara í mína kirkju..
Kannski maður skreppi á jóladag. Tímasetning er til skiptist enda er þetta eitt prestakall.

Og við gáfum okkur flotta jólagjöf í kreppunni.
Ég keypti jólapakka hjá Icelandair.
Það er til að geta farið í tvo til þrjá daga til fjölskyldunnar okkar í Danmörku. Einhverntíma í haust sagði Gunni við Helga Snæ tólf ára að hann ætlaði að koma um jólin í heimsókn.
Ég sá nú strax annmarka á því. Nýkomin úr afmælisferðinni sem þá hafði þegar verið valin.

En einhverntíman í janúar þegar best er fyrir báða aðila verður gaman að kíkja til Sönderborg. Ekki veitir af að hressa upp á námsfólkið okkar nú um stundir.
Ekki að maður geti mikið gert annað en svona knúsað.
Kreppuskepnan kemur ekki síður til þeirra. Námslánin helmingi minna virði og allt það.

Enn og aftur kæru vinir.. GLEÐILEG JÓL. 


Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101675
Samtals gestir: 20601
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:42:27