02.03.2009 20:16

Ýmislegt-allt og ekkert.

Sæl verið þið. 
Ýmislegt gengur á í þjóðfélaginu. Eins og alltaf. Sandgerði var neikvætt í fréttunum í dag. Enda er það svo hjá fréttamiðlum að neikvæðar fréttir reynast eiga meira upp á pallborðið en þær mörgu góðu. Og það sem var í umræðunni var skelfileg árás tveggja unglinga á skólabróðir sinn. Það var reynt að gera út á að hann væri Pólverji (það er fórnarlambið) en að mínu áliti er hann Íslendingur. Hann er fæddur á Íslandi á íslenskan föður og hefur alla sína skólatíð gengið í skóla í Sandgerði..Svo það að reyna að finna út úr þessu kynþáttamisrétti skil ég ekki. En það er kannski önnur saga sem ég hætti mér ekki inn á..

Ég fékk áfall þegar ég heyrði þetta um árásina. Enda á ég fjóra ömmustráka í þessum skóla. Og mér finnst þessi skóli til fyrirmyndar. En MBL.is tók viðtal við skólastjórann og það var ekki beint vel heppnað. Ég þekki Fanneyju og veit fyrir hvað hún stendur. Frábær skólastjórnandi sem ég veit að tók á þessu með miklum myndugleika. Gekk í kennslustofur og talaði við nemendur og fordæmdi verknaðinn.

En hún hefur ekki frekar en margir staðið í sviðsljósi fjölmiðla og það tók greinilega á. Erfitt og hvað ég skil hana. Ég fór í tíma aftur til ársins 2000. Þá var ég formaður Bæjarráðs í Sandgerði. HB á Akranesi áður Sandgerði hafði svikið okkur (ég segi svikið) og ég var til svara í sumarfríi Bæjarstjórnar. Ég svaraði spurningum fréttamanns RÚV eftir bestu getu og fannst ég hafa ýmislegt sagt. Á leiðinni norður í brúðkaup Dúnu systir heyrði ég þetta í útvarpinu og var ekki sátt. Allt var tekið úr samhengi. Og það sem ég vildi mest koma á framfæri var ekki þarna. Sólrún tók þetta upp og bauð mér að sjá en ég hafði aldrei geð í mér til að skoða viðtalið.

Svona er lífið, skin og skúrir. Ég vona og veit að Fanney tekur á þessu ásamt starfsfólki sínu. Ég vona að þessi ósköp verði nemendum víti til varnaðar.

En að okkur í Heiðarbæ. Við sitjum nú hérna ég og Lilja í sitthvorri tölvunni. Hún á Facebook að tala við þau í Dk. Það eru þar fjölskyldumeðlimir sem vilja heyra í henni.

En bestu kveðjur til ykkar allra.
Silla.
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101713
Samtals gestir: 20624
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:50:27