31.10.2009 21:42

Næturvinna.


Sæl öll vinir mínir.
Nú sit ég í vinnunni í Sandgerði og ákvað að nota auðan tíma til að skrifa smávegis. Venjan er nú ekki á þessum tíma að vera vinna frameftir. En það kom upp dæmi sem þurfti að leysa strax og þeir verða fimm að vinna í alla nótt. Eru að taka í gegn tank í Helguvík (hélt reyndar fyrst að þetta væri í Örfirisey þar eru þeir stundum líka) sem þarf að vera tilbúinn fyrir olíu á mánudag. En þegar þarf að vinna  á þessum óvenjulega tíma þá þarf líka að gefa þeim orku..mat og í því er ég. Matur klukkann tólf á miðnætti!

En annars er allt bara gott að frétta..Meðan fyrirtækið hefur vinnu erum við alsæl. Þetta er ekkert verra núna en hefur verið þessi 4 og hálft ár sem þeir hafa unnið við þetta. Veturinn er rólegi tíminn,sumrin fjörugri. Vona bara að fari aðeins að birta til í atvinnulífinu svona almennt.

Nú eru Maddý og Gísli farin til Flórida og Fúsi og Erla eru úti hjá þeim núna. Þau koma heim í næstu viku. Það eru ekki allir sem komast út á þessum tímum og bara frábært að geta leyft sér það eftir streðið í sumar.
Enhverntíma í haust förum við í hálfan mánuð :o)) Segi frá því seinna..

En allir eru heilsuhraustir..Smáflensur hér og hvar en engin fengið Svínaflensu enn sem komið er..sem betur fer.

En læt þetta duga og hafið það sem allra best.
Ykkar Silla.




Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101693
Samtals gestir: 20611
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:48:09