15.01.2010 09:04

Janúarkveðja.


Góðan dag vinir og ættingjar um allan heim.

Tíminn líður hratt og janúar er hálfnaður. Skil bara ekkert í þessu. Þetta er bara eins og augnablik. En kannski af því alltaf er nóg að stússa. Og ekki leiðist manni á meðan. Það hefur verið ótrúlega gott vetrarveður hér meðan snjór og stormar geisa beggja vegna Atlantshafsins. Flott gönguveður flesta daga. 

Nú eru rúmir tveir mánuðir frá því mamma kvaddi okkur og enn finnst mér það skrítin tilfinnig. Við Bjössi skruppum aðeins í íbúðina hennar í gærkvöldi..Það er nú bara eins og hún hafi aðeins brugðið sér frá. Systur mínar og Anna Margrét koma um næstu helgi og þá förum við saman yfir þetta.

Við kíktum aðeins í myndaalbúmin og Bjössi skannaði nokkrar myndir. Þar liggur heill fjársjóður minninga, í albúmunum hennar mömmu. Eins og áður þá bendi ég ykkur á Bjössa síðu. Á næstunni held ég að hann setji inn svona myndir í eldri kantinum

En annars er allt gott að frétta og sömu rólegheitin hér í sveitinni..Einstaka dag er brimhljóð og svo verð ég vör við þegar landinn fer til útlanda í flugvélum.emoticon

Hef þetta ekki lengra.
Góðar stundir.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101734
Samtals gestir: 20630
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:48:18