12.12.2007 22:25

Bingó!


Ég var að koma úr bingó í skólanum. Þar var mjög fjölmennt. Bingóið var haldið til styrktar krökkunum sem fara til Danmerkur í hina árlegu ferð. Ástrós og mamma hennar kannski ekki síður hafa verið duglegar í söfnuninni. Þarna voru tvær dætur mínar og sex barnabörn . Reyndar þreyttust yngstu tveir og farið var með þá til Hannesar í pössun.

En ekki fengum við nú mikið af vinningum enda aðalatriðið að vera með og styrkja málefnið. Reyndar fékk Gunnar Borgþór vinning. Og við mæðgurnar fengum hláturskast þegar við fengum allar þrjár bingó í einu ásamt fleirum eins og stundum verður. En engin okkar fékk nú vinninginn. En þetta var fyndið! Og svo flýtti ég mér heim í Heiðarbæinn því enn á ný spáir ofsaveðri. Er ekki allt í lagi með veðursystemið?

En svo finnst mér nú persónulega en fæ ekki neitt að ráða því  að þessar vorferðir ættu að vera til vinabæjar Sandgerðis Vogs í Færeyjum til að kynnast jafnöldrunum þar og rækta frændsemina við þau. En þetta virðist vera orðin hefð að fara til Danmerkur.

Dagarnir síðan ég kom heim hafa farið í þetta venjulega stúss..Elda fyrir Fúsafólk og snúast smá fyrir þau eldri. En á föstudagskvöldið ætlum við að fara níu saman á sýninguna hans Ladda í Borgarleikhúsinu. Fólk segir að hún sé alveg frábær. Veitir ekki af að brosa og létta sér upp í þessum óveðurslægðum sem koma hér upp að landinu annann hvern dag.

En vona að við og þið sofið vel í nótt. En það blæs ansi vel á okkur og maður verður hugsi ..Er nokkuð laust sem fýkur..Í fyrrakvöld fauk kassi sem ég hélt að færi hvergi og ybbaðist aðeins upp á bílinn minn!! En bara smávegis sem betur fer.
Bestu kveðjur.
Silla.

Fimmtudagsmorgunn 13.12. kl.10.30... Sennilega hefur veðrið verið verst t.d í Borgarnesi og á höfuðborgarsvæðinu en nóg var nú samt hér en ekkert skemmt að því ég best veit. Kv.S..


10.12.2007 22:13

Úr þoku í rok og grenjandi rigningu!Heim erum við komin gamla settið..Og það gekk bara ljómandi vel að ferja okkur á milli landa! Vð prufuðum að fara styttri leið milli Lysabild og Kastrup en við höfum áður farið. Hún er fólgin í ferjuleið sem liggur milli Fynshav (Fjónshaf) og Báden á Fjóni. Þaðan keyrðum við svo rakleitt yfir Stórabeltisbrúna til Sjálands og þar með Kastrupflugvallar.

Frá Lysabild og Eiríks fjölskyldu til Fynshav eru bara tíu mínútna keyrsla.. Og það var svolítið sérstakt fyrir okkur að sjá allstaðar merki ..lýsandi ..Tága .Já þeir láta svona sérstaklega vita að það sé þoka. Gott hjá þeim. Aldrei of varlega farið. Í morgun var jú þoka en ekki svo rosaleg.

Og svo þegar við vorum búin að vera á flugvellinum dulítinn tíma þá var kallað upp að vélin okkar myndi verða of fljót!! Jæja svo sem bara 10 mínútur en flugáhöfnin sagði að heima væri við það að skella á stormur. Og við hugsuðum sem svo áhöfnin vildi bara að flýta sér heim!

Og það spáði ofsaroki sem við sluppum við..Aðeins ókyrrð og vindur í lendingu..En núna klukkan rúmlega tíu er sko brjálað veður..Svo það má segja að í logninu og þokunni á morgnanna í D.K séum við í öðrum heimi miðað við þetta. En samt..Heima er best.

En við grillum ekki úti Eiríkur eins og síðustu daga. Og þið sem talið um að það sé ekki góð tíð!! Jamm. Og Helgi Snær mundu eftir að skrifa komment.
Kveðja úr Heiðarbænum.

Seinni skrift!! Allt upp í 60 metrar á sek. mældist í gærkvöldi eftir að ég skrifaði þetta. Ekki stætt úti!!
Kv. Silla.

  

09.12.2007 18:22

Hjá barnabörnunum á Jótlandi.

 
Já nú erum við hjá Sigurbjörgu, Helga og Þorsteini og Helgi er að kenna mér að skrifa á íslensku á skrítið lyklaborð!!!! æææ...en það kemur..

Vissi ekki að þetta væri hægt svo skrítnir stafir i staðinn fyrir okkar. En við erum búin að hafa það mjög gott hér og förum heim i fyrramálið.

Svo við komum heim um miðjan dag. Og það hefði verið gaman að vera á 120 ára afmælishátíðinni hjá Hvalsneskirkju i dag en svona er þetta bara..Reyndar er afmælið sjálft um jólin..

Svo við bara hittumst vonandi fljótlega.. Spáir ekki vondu veðri eða hvað... vonandi flugfært..eins og oftast. Við sjáum íslenska sjónvarpið hér..Þau eru með þannig disk. 

Bestu kveðjur úr Gammelhave 20. Lysabild Sydals Jylland.

Silla og allir hinir.


07.12.2007 15:52

Lysabild i D.K Hæ nu erum vid komin til Eiriks, Lilju og barnanna theirra i Sönderborg a Jotlandi. Reyndar nokkra kilometra uti i sveitinni i litla thorpinu sem thau bua i Lysabild. Yndislegur litill bær.Thad var audvitad gaman a bada boga ad hittast. Mikil gledi hja okkur nuna.

Vid stoppudum i K.hofn a leidinni og hittum Lillu og Kæju og forum ut ad borda med theim i gærkvoldi. Vid forum lika i Fields sem er verslunarmidstod rett vid borgarmorkin.

En vid keyptum ekki neitt thar. O nei ekkert spennandi fyrir okkur. Vid ætlum med fjolskyldunni herna i budir a morgun. That var lika ætlunin..

Og nu er eg komin i tolvuna hja Eiriki og læt ykkur vita af okkur her med!! Skrifa kannski a morgun lika. Gunni er bara nokkud hress en dofinn er ad pirra hann svolitid og fer ekki.
 
Vid sloppudum samt vel af og lulludum og doludum okkur i Kopenhagen i jolaljosadyrdinni..
En her erum vid nu a Jotlandi..

Svo sendum vid bestu kvedjur til ykkar allra.
Kvedja Silla ..

04.12.2007 07:22

Morgunstund.


Góðan daginn!

Morgunstund gefur gull í mund segir gamalt máltæki.

Það er nú stundum gott að lúra á morgnana í mesta skammdeginu. En stundum erum við bara morgunhanar eins og núna. Helltum á könnuna rúmlega sex!! Gott að vakna snemma og hafa daginn fyrir sér. Það er ekki nema rétt sólarhringur þar til ætlunin er að taka á loft til Danaveldis. Svo það þarf að huga að mörgu í dag. Safna saman jólapökkum til barnabarnanna, kaupa malt og appelsín og fleira í þeim dúr.

Heilsan er að lagast hjá Gunna..verður bara að sætta sig við þennann dofa. Svo ef ekkert annað pirrar, gengur það nú upp. En annars gengur allt sinn vanagang núna og það styttist í jólin. Mér finnst nú notalegt að heyra eitt og eitt jólalag. Léttir lund í skammdeginu og krakkarnir farnir að hlakka til jólanna.

Lilla vinkona er úti í Köben og við ætlum að hitta hana ef við getum. Hún á systir þar, Kæju sem við höfum einmitt heimsótt en það var 1989..Orðið ansi langt síðan..Tíminn flýgur á undraverðum hraða stundum. En hvað um það..Segir okkur að lifa í augnablikinu og vera góð við menn og málleysingja. Ekki gera á morgun það sem hægt er að gera í dag.

Ég held að við þurfum að taka með okkur peysur húfur og trefla. Það er oft kalt á þessum árstíma í Danmörku.

En ég læt þetta duga að sinni. Lifið heil..
Silla.

02.12.2007 22:09

Týra og Benni.


Já það er nú það.
Ég á tvo pínulitla hunda af Tjúáakyni. Það kyn er komið frá Mexicó. Týra mamman er 75% og Vikký ca 90%.  Annað hundakyn sem blandast þeim er Pekingkyn.
 
En þið sem hafið lesið bloggið mitt vitið þetta. Og líka að Vikký heitir raunverulega Victoria og er fædd 4. júlí sl.og fædd með þrjá fætur!! Það vantar á hana annann framfótinn...En hún er svo dugleg að við tökum ekki eftir því svona að öllu jöfnu.

Og auðvitað kom ekki til greina að láta hana frá okkur og Gunni var ákveðnari en ég í því. Vikký skal verða Hverfishundurinn á Stafnesinu. En enn er hún bara að verða fimm mánaða og ekki alveg orðin fullorðin.
 
En út frá þessu ætlaði ég að segja ykkur að hún verður í pössun hjá Jóhönnu og hennar börnum og Brúnó hundi þegar við förum til Eiríks og fjölskyldu.

En það svo mamman Týra....Drottningin sjálf.....Hún dýrkar Benna, Ölla og Bjössa svo það liggur í augum uppi að hún fái að vera hjá þeim þessa daga. Og ég talaði við Benna í kvöld og hún verður sko pottþétt hjá honum kellan. En annars vona ég sannarlega að af ferðinni verði til D.K.

Gunni er enn lasinn.. Hann er svo máttlaus og það er ekki það sem ég er vön og hef dálitlar áhyggjur af. Reyni bara að leyfa honum að sofa og hvíla sig og safna kröftum..Er búin að moka í hann vítamíni og lýsi og vona að allt verði í lagi. En það eru bara tveir sólarhringir rúmlega þar til við eigum að mæta í flug.

En að öðru..Hræðilegt með drenginn hans Óskars Sólmundar..Hann varð fyrir bíl þar sem bílstjórinn stakk af og er dáinn elsku strákurinn. Guð varðveiti mömmuna, pabbann og alla aðstandendur. Óskar pabbi hans eða Sigurður Óskar eins og hann heitir er vinur Eiríks. Þetta er skelfilegt... Lengi skal manninn reyna.

Ég vona að allt sé í lagi með mín börn og barnabörn.. En eitt er víst..Það að við eigum ekkert sjálfgefið......

Takk fyrir að lesa og biðjum bænirnar okkar!
Ykkar Silla.

01.12.2007 17:11

Listatorg..

 
Í dag var formlega opnað listagallerýið Listatorg. Konný er í stjórn Listatorgs og ég hef fylgst með í fjarlægð og í gegnum 245.is sem hafa verið dugleg að fjalla um málið og framvindu þess. Það verður aldrei ofþakkað að fá þau hingað Selmu og Smára með Lífið í Sandgerði. Svo dugleg hafa þau verið að fjalla um mál sem eru okkur nálæg í bæjarfélaginu. Ég missti af byrjun opnunarinnar sem var kl.eitt en ég mætti um tvöleitið.

Og þessi hópur með Guðlaugu Finnsdóttur í fararbroddi hefur ekki setið auðum höndum. Og ég veit og hef heyrt að Jón Norðfjörð hafi verið mjög duglegur í fjáröflun og fleiru. Allavega hefur þessi hópur unnið þvílíkt flott verk. Verst að ég missti af borðaklippingu og ræðum. Ég var að sækja Gunna á HSS og nú er hann hér heima að hvíla sig. En ég hitti fyrrum samstarfsfólk úr bæjarstjórn og fleiri góða vini. Gaman að þessu og færir líf í menningu Sandgerðisbæjar.

Svo skutluðumst við mamma í Bónus og Hagkaup. Þar rakst ég á gamla vinkonu sem alltaf hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér..Siggu Dúu. Alltaf jafn glaða og innilega. Hún var Félagsmálastjóri í Sandgerði þegar ég var í félagsmálaráði og bæjarstjórn. Líklega í 6-7 ár. Við unnum mikið saman og urðum nánar ekki síst vegna eðlis þessara hluta held ég. Svo er hún svo einstök persóna. Hún flengir mig ef hún sér þetta.

Við erum búnar að tala lengi við Sigga Dúa um að ná gamla hópnum saman. Alltaf þegar við hittumst þá er það umræðuefnið. Kannski Þóra Kjartans lesi þetta og verði dugleg að ýta á okkur. Að hittast einhverntíma með vorinu væri gaman!!!

En fleira ætla ég ekki að blogga um í bili. Ég er vongóð um að ferðin gangi upp og stjana við karlinn minn eins og ég get svo að hann nái sér.
Hafið það gott öll sömul.
Silla.

29.11.2007 19:49

Viðvörun? Kannski...Jæja. Þá er húsbóndinn kominn heim. Það er flott. En ekki hefur dofinn horfið. En læknarnir útilokuðu allt sem við kannski höfðum mestar áhyggjur af eins og þröngar æðar og þannig hluti. Þeir töldu hann ráðgátu!! Gunna og læknanemarnir æfðu sig...Einna helst eitthvað ofnæmi eða ofþreytu væri um að kenna.

Svo er bara að vona að þetta lagist..Fari bara eins og það kom. En hann kom heim með geimfarabúning...Það er kæfisvefninn sem er slæmur og auðvitað átti hann að vera löngu búinn að láta athuga það mál. Svo nú á hann að sofa með vél eins og fjöldi annarra Íslendinga þarf að gera.


Og hann sleppur ekkert með að koma sér undan því. Hann á að mæta eftir helgi á spítalann og þá verður lesið úr dæminu. Já tæknin! Hann fékk sem sagt allavega rannsóknir og það var fínt. Nú verður hann bara að læra að anda með nefinu í orðsins fyllstu merkingu..Slaka á. Svo þið sjáið að það er all nokkuð gott að frétta. Það er að gera vitlaust veður eina ferðina enn (ég þarf alltaf að tala um veðrið Bjössi!). En að endingu látið ykkur líða vel.
 Kv. Silla.

28.11.2007 21:03

Brattur á Borgó..Nú er Gunni búinn að vera tvo sólarhringa á Borgarspítalanum. Hann er nokkuð hress og ég held að hann sé í afstressun þar. Annars að öllu gamni sleppt þá finnst ekki orsökin að dofanum. Hann er viðvarandi en versnar heldur ekki.

Sem betur fer er heilinn í lagi! Hann er búinn að fara í ómskoðun sem sýnir bara allt gott. Hann fór líka í einhverja svefnmælingu sl. nótt og hún kom illa út. Það kemur mér ekki á óvart að hann sé illa haldinn af kæfisvefni. En samt vilja þeir vita meira og telja það ekki orsökina, allavega ekki eina sér.

Læknarnir halda að helst sé um einhverja eitrun eða ofnæmi að ræða. Eitthvað eiga þeir líka eftir að skoða æðakerfið. En þeir ætla að setja hann í áframhaldandi rannsóknir og ég held að það taki sinn tíma. Á meðan þarf hann að sýna þolinmæði sem hann gerir og getur ekki annað.

Ég skrapp í bæinn í dag. Orðin vön að keyra á milli. Ég stytti mér leið og fer nýja veginn heim. Hann er reyndar malarvegur á köflum og dimmt að fara hann en samt er ég fljótari. Það verður flott þegar vegagerðin setur á hann malbik. Veginn okkar Suðurnesjamanna, Ósabotnaveginn.


Það hafa margir verið að hringja og skrifa kveðjur.Takk fyrir þær allar elskurnar!! Við erum nú bjartsýn og vonum það besta. Allavega segir læknirinn að við komumst út. Við eigum pantað far til krakkanna í D.K á miðvikudaginn næsta 5. des. Ég skrifa fljótlega aftur. Bestu kveðjur.Silla.27.11.2007 01:14

Á LSH í Fossvogi.Ég var að koma heim frá Landspítalanum í Fossvogi! Æ..og skildi Gunna eftir. Hann á að fara í rannsóknir þar á næstu dögum... Um helgina var hann að tala um að hann væri dofinn í vinstra fæti. Allt í lagi, ég hugsaði klemmd taug eða eitthvað..
 
En mér leist nú ekkert á það eftir að hann kom heim kl. sex í kvöld að hann væri dofinn alla leið upp í höfuð..Hann vildi bara fara að sofa og sagði að þetta myndi örugglega batna.

Svo ég reyndi að hringja í læknir á Heilsugæslu Suðurnesja í Keflavík til að spyrja ráða. En þar var svo mikið að gera að afgreiðslustúlkan sagði að læknirinn myndi hringja seint.

Enda var hann að hringja núna eftir að ég kom heim. Komst ekki í það fyrr. Hugsið ykkur álagið. (Reyndar sagði læknirinn að við hefðum gert það rétta. Hann (Gunni) hefði að öllum líkindum verið sendur í Rvík).

Ég hringdi síðan í 112 og þeir sögðu mér að hringja tafarlaust í læknavaktina á höfuðborgarsvæðinu og þar var mér sagt að fara strax með hann á bráðavaktina. Þangað komum við um hálf níu. Þar er hann í góðum höndum en þeir vildu leggja hann inn til rannsóknar. Svo er bara að vona að þetta sé ekki alvarlegt..en eitthvað er þetta.

Svo nú er ég komin heim aftur og ætla að koma mér í háttinn.
Næturkveðjur. Silla.

26.11.2007 10:29

Helgardútl og fleira.Jæja þá er kominn mánudagur. Og bráðum kominn desember. Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Það var nú frekar hryssingslegt veðrið megnið af helginni. En við gömlu hjónin notuðum tímann til að gera ýmislegt innanhúss sem var á biðlista. 

Og við skruppum svo yfir í Glaumbæinn til Maddý og Gísla á laugardagskvöld. Langt síðan við fórum síðast eða þannig. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra...hjá okkur.. við vorum bara saman í einn mánuð í USA! Um helgina komu svo stelpurnar og barnabörnin í heimsókn. Það var fjör í kotinu. Börn og voffar á hlaupum. Gaman!!

Í dag koma Sigfús og Erla Jóna heim frá Barcilona og ég býst við að sækja þau upp í flugstöð. En nú er ég að fara og útbúa nokkrar bollur handa strákunum sem eru að vinna í Fúsa. Þeir eru núna að smíða skemmuna. Það gengur bara vel. Komið þak sem telst nú bara gott miðað við allt.

Og ég læt þetta vera stutt og lítið þreytandi fyrir ykkur. En þið vitið að ég kem alltaf aftur og aftur.
Hafið það sem allrabest.
Silla. 


23.11.2007 14:08

Kvöldferð í Kópavog.


 Já nú er komið að saumaklúbb. Og í kvöld skellir maður sér í Kópavoginn til Helgu frænku. Það er gaman að halda þessu gangandi hjá okkur. Og hún hefur nú ekki síst verið dugleg við það. Einu sinni fyrir yfir 30 árum voru allir meðlimir klúbbsins búsettir í Sandgerði. En það hafa tvær helst úr lestinni og aðrar bæst við.
 
En samt ...til gamans! Allar höfum við einhverntíma búið í Sandgerði! En engin okkar býr í sjálfum bænum núna. Frá upphafi hafa verið í klúbbnum.. Lilla, núna búsett í Keflavík, Eydís í Njarðvík, Helga í Kópavogi og ég hér í Heiðarbæ. Þær sem hættu heita Hilda og Vordís. Fyrir mörgum árum bættust svo í hópinn Sigrún nú í Keflavík og Lilla Árna frá Landakoti nú í Kópavogi.

Gaman að geta þess að við Sigrún vorum í saumaklúbb saman sem litlar stelpur en þá með öðrum. Sigrún er frá Melabergi. Við fengum sko hlátursköst í gamla daga líka! Það fer nú ekki mikið fyrir saumaskap hjá okkur en því meira spjallað og hlegið. Jú Sigrún og Lilla Á. eru þær myndarlegu! Ég vona að veðrið verði til friðs rétt á meðan maður keyrir brautina. Lítur nú út fyrir það!

En annars er ósköp lítið að frétta héðan úr sveitinni. Sigfús og Erla Jóna skruppu í helgarferð til Barcilónu og ég vona að það verði smáfrí um helgina í vinnunni hjá Gunna. En hann fær þá ekki frið karlanginn fyrir mér sem finnur alltaf eitthvað sem þarf að gera!!

Svo þar til næst..hafið það gott.
Kveðja Silla.

P.s Já þetta var flott kvöld..Góða nótt..

21.11.2007 10:27

Uppeldi.

 Sæl gott fólk!!
Það er eitt sem alltaf verður til. Uppeldi barna Ekkert er nýtt undir sólinni þar. Eða hvað? Jú tímarnir hafa breyst mikið á rúmlega hálfri öld svo ég segi ekki meira en það !!! Það er gaman að spá í þessa hluti þegar barnabörnin stoppa við. Maður var svo upptekinn við að ala upp sinn eiginn hóp að maður ígrundaði þetta kannski bara jafnóðum þá. Og svo verður maður að vona það hafi tekist ágætlega..

Af og til verður manni hugsað til þess hvað mótaði mann mest í uppeldinu. Mamma og pabbi áttu þar stærstan þátt að sjálfsögðu. Þar var kjölfestan. 

En aðrir höfðu áhrif líka. Afi Arnbjörn var mikill íslenskumaður og vildi að við töluðum rétt. Alltaf að leiðrétta mann sem var kannski ekki þakkað fyrr en seinna! Og svo voru það fréttatímarnir sem ég hef sagt frá áður. Allir áttu að hafa hljótt meðan fullorðna fólkið hlustaði. Kannski er ég svona mikill fréttafíkill síðan?

Amma mín Guðrún var mikil alþýðukona. Ég meina Alþýðuflokkskona-krati. Örugglega hefur eitthvað síast þar inn án þess að maður tæki eftir og mótað pólitískt viðhorf seinna. En af því ég ætla ekki að tala um pólitík á síðunni minni þá læt ég þetta verða lokaorðin í því...Lífið er samt allt ein pólitík.

Aðrir sem maður hugsar hlýtt til frá æskuárum og seinna er Stefanía á Stafnesi. Hún fylgdist með manni og öllum afkomendum sem sínum eigin. Mjög ættrækin og elskuleg. Gunna í Bala er líka kona sem er stór mynd í barnæskunni og var góð kona. Ég veit að ekki síður yngri systur mínar fóru ófáar ferðirnar á þessa staði í heimsóknir.

Anna frænka mín á V.Stafnesi var líka hlý kona og mjög iðin. Fór meira að segja í kartöflugarðana meðan heilsan entist henni. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Þetta kom í hugann af því ég var að hugsa um barnabarn í gær og maður skyldi ekki gleyma að börn muna marga hluti.

En ætli ég láti þetta ekki duga af hugleiðingum um gamla og nýja daga í bili.
Kveðja Silla.18.11.2007 18:52

Stutt til jóla.Já það styttist í jólin. Og aftur og nýbúin. En hvað myndum við gera í skammdeginu hér á klakanum ef við hefðum ekki þessa hátíð ljóss og friðar. Víst tala sumir um að þetta séu kaupajól eða þannig.
 
En samt held ég að flestir séu með þessi barnæskujól hjá sér. Sem betur fer því þetta færir okkur saman mannfólkið ekki síst fjölskyldurnar.

Og alltaf þarf ég að tala um veðrið . Í gærkvöld og nótt var norðanstormur !! Besta ráðið við honum var að fara í rúmið og kúra eða horfa á sjónvarpið sem við skötuhjúin gerðum til kl. eitt í nótt!! Horfðum á King Arthur..

En ekki hvað í dag var þessi bongóblíða..Svo dagurinn var nýttur til útiveru og í flakk. Betri helmingurinn var í vinnu svo við hundarnir vorum ein í kotinu!!

Maddý kíkti með Dag Núma litla sem er jú orðinn átta ára. Árni Snær (pabbi hans) kom líka en verst að ég var að þeytast út úr dyrunum..Æ æ alltaf á ferðinni..

En ég hef þetta stutt núna. Líði ykkur öllum sem best!
Kv. Silla í Heiðarbæ.

16.11.2007 11:10

Skemman.


Nú er skemman að rísa hjá Fúsa ehf. að Strandgötu 20 í Sandgerði. Þeir eru búnir að vinna við hana með öðrum verkum undanfarið. Þetta er stálgrindarhús og grunnurinn var steyptur í síðustu viku. Skemman er nauðsynleg til að geta sandblásið stærri og smærri verk. Þá meina ég verk sem ekki eru föst annarsstaðar eins og stórir olíutankar.
 
Þetta gengur vel sýnist mér og ég renndi inn eftir og setti kjúklinga í ofninn. Eitthvað verða þeir að nærast blessaðir. Og við Erla fljótum með. Og nú sit ég smá stund í tölvunni á skrifstofunni á meðan kjúllarnir grillast.

Það er ágætis veður þessa dagana sem telst fréttnæmt, held ég. Svo það er ekki spurt hvort það sé föstudagur,laugardagur eða eitthvað annað. Þeir þurfa að nota öll tækifæri. Þeir nota vörubílinn sem þeir eiga til að lyfta þessum þungu hlutum. Það liggur við að okkur Erlu standi ekki á sama að sjá þá svona hátt uppi með þessa þungu bita.

En í gær var Benni frændi hér líka. Hann var að hjálpa Degi og honum var boðið í fiskibollur með okkur.

En að öðru. Ég var að lesa þankabrot Magnúsar Ingvarssonar á 245.is. Þau eru mjög fín, næstum því eins góð og Einars í Klöpp sem mér finnst hafa verið bestur til þessa, þó margir hafi skrifað flotta pistla.. Get sagt þetta..ha ha ég byrjaði. Einar er alveg stórkostlegur. Hann með sinn góða húmor en samt alvöru í bland.

Læt þetta nægja í bili. 

Kv. Silla.

Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124568
Samtals gestir: 26580
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 06:23:19