18.04.2013 10:59

Gistihúsið

Góðan daginn Kæru vinir.

 

Við erum alls ekki hætt við gistiheimilið okkar. En ýmsar ásæður eru fyrir því að þessu seinkar í að minnsta kosti ár. Atvinnuleysisdraugurinn gerði vart við sig og samtals hefur húsbóndinn verið án atvinnu í 9 mánuði frá því ég skrifaði síðast. Hann hefur verið iðinn við að smíða og setja upp milliveggi, einangra og fleira. EN þegar atvinnan er engin skortir fé. Þannig er það bara og nú er hann búinn að smíða og nota það sem til var.

En atvinnan í fyrirtækinu er kominn í gang og nú horfir til betri vegar. Nú er vinur okkar að smíða gluggana í "stofuna" Þar sem bílskúrshurðin er núna. Vonandi tekst fyrirtækinu Fúsa ehf að fá enn fleiri verk en þeir eru með vinnu fram í september eins og er.

En auðvitað er margt eftir. Slétta gólf og leggja gólfefni, sparsla og mála veggi, kaupa hurðir og innréttingar..en sumt er til og við erum með mikið af eldri innanstokksmunum sem verða notuð óspart og munu gefa þessu húsnæði skemmtilegan blæ að mínu áliti.

Svo, bara svona rétt að láta ykkur vita að draumurinn um Gistiheimilið í Heiðarbæ lifir góðu lífi.

Kærar kveðjur til ykkar sem eru enn að kíkja á síðuna mína :)

Ykkar Silla.

 

Ps. Og síðan 123.is/ heiðarbær er líka á sínum stað með bloggfærslum sem ég hef gaman af að glugga í. Fínasta dagbók.

 

 

28.03.2012 18:15

Gistiheimili Sillu á Stafnesi.



Nú er komið að því!

Við höfum ákveðið að opna gistiheimili hér í Heiðarbæ!

Við munum hafa herbergi og setustofu til reiðu á efri hæðinni í sumar.
En næsta sumar 2013 mun Gistiheimili Sillu í Heiðarbæ á Stafnesi opna með þremur herbergjum, eldhúsaðstöðu, baðherbergi og alrými. Verið velkomin emoticon

SÍMAR: 8968496 OG 8957674.

12.10.2011 14:33

GÓMAR


FÖLSKU TENNURNAR SEM FENGU FRJÁLSAN VILJA emoticon

Það getur reynst þrautin þyngri að þurfa að fá sér falskar tennur. Gunni hafði haft tannpínu í síðustu fimm tönnunum í neðri góm og sprakk á limminu fyrir ári og lét rífa þær úr sér..Falskar skyldu upp í hann einn, tveir og þrír..STRAX. Það gekk nú ekki vel..Nei aldeilis ekki..Þær voru oftar en ekki í brjóstvasanum. Einn daginn kom hann heim úr vinnu og greip um vasann..engar tennur..humm..Ég lofaði að aðstoða hann og saman fórum við inn í fyrirtæki og byrjuðum að leita..Lágu þær ekki sakleysið uppmálað á planinu..brotnar í mjél..Hann hafði misst þær og bakkað yfir þær svo!!



TANNSMIÐURINN FÉKK AUKAVINNU 
emoticon

Og hann smíðaði nýjar, heldur voru þær skárri og þó..oftar en ekki fengu þær að hvílast í vösunum, á náttborðinu, á mælaborðum bílanna eða týndust um lengri eða skemmri tíma.
Við skruppum svo til Danmerkur til fjölskyldunnar sem við eigum þar..Fórum svo í ferðalag um Noreg og Svíþjóð..allt gekk vel í tannlegu tilliti þar til við vorum að koma aftur til Lisabild til krakkanna..Ég vildi ólm stytta mér leið og taka ferju yfir Fynshafið..gott og blessað..við þurftum að bíða aðeins eftir ferjugreyinu..Gunni vildi fá sér "smá"blund í bílnum á meðan á biðinni stæði..Hendurnar fálmuðu eftir tönnunum góðu..hann hugðist setja þær á sinn vanastað..í brjóstvasann..

Víkur nú sögunni að því er við vorum komin um borð í ferjuna. Tannaeigandi hugðist með mikilli riddaramennsku færa frú sinni kaffisopa og gengur að teríunni. Í því hrynur gómurinn undan jakkanum á gólfið. Fyrir einskæra tilviljun ber að Dana á okkar aldri og BINGÓ hann steig á góminn og hann í tvennt emoticon Gunna brá svo, rauk upp á nef sér, húðskammaði karlgreyið og á ensku slengdi fram höstugur: This kosted me sixty five þásúnd! Aumingja manninum krossbrá og fór að tala um að sonur sinn væri tannlæknir og gæti kannski hjálpað..Hefur líklega hugsað þetta í dönskum krónum! Og til staðfestingar tók hann upp nafnspjaldið sitt..Á meðan reyndi ég að fanga athygli Gunna með mínum fínasta svip eða þannig og hvíslaði: Gunni þetta er ekki manninum að kenna..Þá loksins áttaði hann sig og sagði: Det er slet ikke din skyld (þó ekki væri)..Ég vissi ekki hvort ég ætti að skæla eða skella uppúr..en maður skælir nú ekki yfir svona smámunum..En auðvitað var þetta allt mér að kenna..Það var jú ég sem vildi fara með ferjunni! Og það var staðfest í kaffispjalli þann daginn..Hefðum við farið bara hraðbrautina eins og venjulega þá..Hehehe..


OG TANNSI FÉKK ENN MEIRI VINNU emoticon




 

15.08.2011 09:02

Gestagangur



                  Góðan daginn gott fólk.

Þessi helgi hefur verið annasöm og bráðskemmtileg.

Hér gistu systkinabörnin Vilmundur Árni Vilhjálmsson og Sigurbjörg Eiríksdóttir þrjár nætur hjá ömmu og afa. 

Við fengum góðar heimsóknir en hver annarri ólíkari..Það gerir lífið svo skemmtilegt hvað fjölbreytileikinn er mikill hjá okkur mannfólkinu. emoticon

Á laugardaginn komu þrjú systkini ásamt frænku sinni og manni hennar. Það voru þau Hrafnhildur, Heimir og Eggert, Auður og Henrik. Það var óvænt og skemmtileg heimsókn..emoticon
Í gær kom Árni Konráðsson móðurbróðir Gunna, Didda konan hans og Sigga dóttir þeirra ásamt dóttursyni sínum. Þeim kemur alltaf svo vel saman frændunum..Gunna og Árna..Hnífurinn kemst ekki á milli þeirra. ekki síst hvað varðar skák og ættfræði..emoticon Gaman að því..Stuttu seinna komu svo Hilmar Bragi og Guðbjörg með krakkana..en þau eru svona eiginleg aukabörn hjá okkur..Þau eru skömmuð og þeim hrósað eftir behag.emoticon Jóhanna og Garðar Ingi komu svo í mat með okkur og yngri börnunum. Hakketti spagetti..var í matinn, ekki erfið matseldin sú.emoticon 

Eins og þið sjáið var nóg að snúast í Heiðarbænum um helgina.
Verið þið sæl að sinni.
Ykkar Silla.

12.08.2011 08:10

Beggó og Gunni




Góðan daginn..

Ævintýrið hélt áfram. Beggó tókst að töfra fram listaverk úr hugmynd Gunna.. Enda skrifaði hún á bakhlið þess "Þegar tvö séní eins og við Gunni, leggjum saman verður þetta útkoman. Beggó" Þetta verk með riddurum Gunna er glæsilegt. Ég set inn mynd af því við fyrsta tækifæri. 

Við buðum þeim heim og ég lagði fram það sem ég kann best að gera..Mat auðvitaðemoticon
Í forrétt var grafinn lax, hrefna og steiktur humar m/ ristuðu brauði..Skötuselur fylltur með höfðingjaosti var í aðalrétt. Gunni sagði að ég hefði toppað sjálfa mig..Það var mér nógemoticon ..Svo gátum við spjallað og hlegið fram á kvöld..Þau eru svo skemmtileg og heimsvön þau Beggó og Oddur. Yndisleg bara. Okkur finnst mjög gaman að hafa kynnst þeim. Svo sátum við úti á palli..Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið. 

Gunni hafði sótt þau klukkan fjögur (bíllinn þeirra var í viðgerð)..Og svo höfðum við beðið Jóhönnu að skutla þeim heim..Hún gerði það með glöðu geði þó í gifsi væri..Hún er handleggsbrotin þessi elska. Henni fannst bíltúrinn ekki leiðinlegur emoticon..

En eins og ég sagði set ég fljótlega inn myndir...Þangað til, hafið það sem best.emoticon

Ykkar Silla. 


05.08.2011 09:51

BEGGÓ



                                         Góðan daginn.

Mig langar að segja ykkur frá henni Beggó (Bergljót Gunnarsdóttir) Ég kynntist henni á Moggablogginu mínu í fyrra. Þá var hún að búa sig undir heimfluting frá Kína þar sem hún bjó með Oddi sínum í 3-4 ár. Beggó er mosaik-glerlistakona með meiru. Hún er með skemmtilega frásagnarlist. Hún skrifaði um lífið í Kína á þann hátt að mér fannst ég vera þar stödd..Þarna í fyrrahaust drakk ég í mig sögurnar hennar og beið alltaf eftir nýju bloggi. Svo komu hjúin heim og Beggó fór að undirbúa sýningu á listaverkum sínum sem hún hélt í vor. Ég sagði henni að ég myndi mæta á opnunardaginn sem ég gerði..Ég horfði yfir fullan sýningarsalinn og hugsaði: Finn ég hana? Ó jú..Þarna var hún umvafin fólki og ég stormaði og við féllumst í faðma eins og við hefðum alltaf þekkst. Gunni stóð álengdar og kímdi. Hann er orðin vanur því að ég hitti bloggvinina emoticon

En Gunni átti nú aldeilis eftir að koma við sögu. Við keyptum eitt listaverkið á sýningunni..Ég hélt reyndar að hún ætlaði að eiga það sjálf því verðið var einn milljarður....við keyptum það á brot af því verði emoticon upphæðin var grín auðvitað og tilboð bárust í verkið.

Við heimsóttum Beggó og Odd í lok maí og sóttum Útrásarvíkinginn okkar. Þau voru skemmtileg heim að sækja og við áttum notalega stund hjá þeim. Svo var fastmælum bundið að þau kæmu hingað í Heiðarbæinn..Það gerðu þau á föstudaginn var. Það var ánægjuleg stund..Gunni sýndi Beggó gamla teikningu af tveim riddurum sem hugmyndir höfðu verið um að gera eitthvað úr. Viti menn stelpan fékk mikinn áhuga og langaði að spreyta sig á þessu..Gunni átti að senda henni myndina í tölvupósti. Jú aldeilis skyldi hann gera það..eitthvað hefur hann verið ákafur því hún fékk 65 pósta frá stráknum emoticon
Nú er allt komið á fullt hjá listamanninum svo mikið að gera að hún má ekki vera að því að blogga..Gunni búinn að kíkja í kjallarann á Njarðargötunni og verkið virðist ætla að verða glæsilegt. 

                                       Það er svo gaman að lifa.
Framhald seinna.
Hafið það sem best..
Ykkar Silla.


31.07.2011 09:34

Aftur og aftur

                                          
                                       Góðan daginn.


Nú er komið að því. 
Eftir tveggja ára hlé ætla ég að fara að setja inn hér smá færslur af og tilemoticon
Betri helmingurinn hefur oft verið að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að skrifa aftur á heimasíðuna mína..Í 3-4 ár var hún eins og nokkurskonar dagbók. En sú sem varð völd að því að ég fer af stað er hún Beggó..Ég lét hana fá linkinn að síðunni..en hún sagði mér að engar færslur fyndust..Það er rétt..þær gömlu eru reyndar hér til hægri. 

Af okkur hér í sveitinni er allt gott að frétta. Við unum okkur stórvel hér og sjáum betur með hverju árinu að það var rétt ákvörðun sem við tókum haustið 2005. Hún var að selja í Sandgerði, flytja í bílskúrinn til Bjössa og byggja Heiðarbæinn hér í Nýlendugörðunum. Nú eru komin 4 ár síðan við fluttum í húsið okkar og þetta er stórkostlegur staður. 

En við vinnum í Sandgerði. Þar er litla fyrirtæki fjölskyldunnar staðsett. Við erum enga stund að renna á milli.. Reyndar er orðin meiri eldneytiskostnaður..en það á við alla. 

Ég er mikið meira úti og geng mikið. Hér er góður staður fyrir barnabörnin að koma og leika sér..Og viti menn þau leika sér úti líka eins og við í gamla daga..Það er eitthvað við umhverfið sem rekur stráka og stelpur út að leika. emoticon

Ég læt þetta duga í bili..En ég kem aftur og aftur og aftur.emoticon

16.03.2010 20:23

Tíminn.


Heil og sæl vinir nær og fjær. Ég var að átta mig á því að það væri dulítið langt frá því ég skrifaði síðast. Svo úr því skal bætt núna. Þegar tíminn flýgur svona áfram þá er það öruggt að manni leiðist varla. Enda nóg um að vera í stórfjölskyldunni. Yngsta barnabarnið varð eins árs 20.febrúar. Það er Róbert Óli. Linda fór til Ameríku í nokkra daga með vinkonu sinni og ég hef annað veifið verið að passa hennar stelpur. En annars er hún að vinna á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún fer svo að vinna í maí við innritun hjá Vallarvinum á Keflavíkurflugvelli. 

Við erum búin að skila íbúð mömmu heitinnar og það var mikið gott þegar það var búið. Bærinn tekur til sín íbúðina, sem fer í leigu. Það var samt gott að vera í íbúðinni um síðustu helgi að taka til hendi og einhver ró yfir öllu.. 

Maddý og Gísli eru í Jacks í Fl. Og eru reyndar núna í heimsókn hjá David og Stacey í Atlanta. Þar hlýtur að ríkja eftirvænting því þau David og Stacey eiga von á tvíburum í sumar! Það er ekki hægt að segja annað en hér er líka spenningur á öllum bæjum vegna þessa:) Þau giftu sig hér árið 2007. Og þeirra saga er dálítið samofin fjölskyldunni..

Fyrirtækið gengur nokkuð vel miðað við aðstæður og alltaf nóg að gera..Er á meðan er. Vonandi að fari samt að lifna yfir atvinnulífinu fyrir alvöru á okkar blessaða landi.

Tengdamamma er frekar léleg. En það kemur hjúkrunarkona til hennar daglega og við förum og aðrir með aðföng. Hún fær heitan mat sendan alla virka daga. Svo allt gengur þetta sinn vanagang. 

Allt ágætt að frétta frá fjölskyldunni í Lysebild og allir hraustir. Eiríkur er búinn með sjálfan skólann og er í svokallaðri praktík. 

Við erum dugleg að fara í gönguferðir en Gunni sennilega ekki alveg nóg, því honum gengur illa að ná niður sykursýkingunni..Var í dag í tékki og er frekar að fara upp:( Svo hann þarf að taka á sínum stóra. Hann fékk skammir og viðvörun:) En á þessu þarf að taka, svo mikið er víst.

En nú er ég búin að segja það helsta sem ég man og sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur, hvar sem þið eruð á hnettinum..

Knús í ykkar hús.
Ykkar Silla.


04.02.2010 18:18

Halló!


Komið þið sæl öll vinir mínir nær og fjær.
Ég er ekkert búin að gleyma ykkur og hef bara gleymt mér á Facebook og Moggabloggi. En ég veit vel að það eru ekki allir að fylgjast með því og er búin að lofa að skrifa hér öðru hverju fyrir þá vini.

Það er búin að vera þvílík vetrarblíða hérna á meðan allt er á kafi í snjó hjá Eiríki og Lilju í Sönderborg í Danmörku. Einn daginn komust þau ekki frá húsinu fyrir sköflum. En venjulegast er ekki mikill vindur þar. En það er meira en eins metra þykkur snjór hjá þeim. Reyndar er Lilja komin til Íslands í nokkurra daga heimsókn og er að fara að skíra systurdóttur sína á laugardag. Við Júlía Linda sóttum hana upp í flugstöð í gær. Það munaði minnstu að hún missti af fluginu vegna seinkunnar á lestunum í gærmorgun úti.

En aftur að góða veðrinu. Það er svo mikill munur að hafa það. Svo er stjörnubjart á kvöldin og hér í sveitinni er ekki mikil ljósmengun og hægt að skoða himininn ef maður kærir sig um..Svo hefur verið mjög gott gönguveður. 

Fyrirtækið gengur ágætlega enn. Vonandi helst það áfram en óvissan er mikil hvað varðar verkefni eins og hjá öllum fyrirtækjum í dag. Vonandi fer að koma einhver glæta í þetta hjá stjórnvöldum. Sýnist nú einhver hægagangur í því.

Systur mínar komu að norðan 22 janúar og við fórum að taka í gegn dótið hennar mömmu um þá helgi. Við erum búin að skipta á milli okkar flestu. Það var ekkert smáræði sem hún skyldi eftir sig af handavinnu. Hvert og eitt okkar er með álíka mikið og ein venjuleg kona hefði skilið eftir sig..Sex hlutir. Ég held að þetta sé ekki ofsagt. Það eru málverk, heklaðir dúkar og harðangurssaumaðir, prjónaðir hlutir, perlað dót, málaðir hlutir, ísaumur, glerlistaverk og ýmislegt annað. Samt hafði hún undanfarin ár gefið flestar jólagjafir og afmælisgjafir handunnar! Mögnuð kona hún mamma.

En ætli ég láti ekki staðar numið hér.
Hafið það sem allra best.

Ykkar Silla.

15.01.2010 09:04

Janúarkveðja.


Góðan dag vinir og ættingjar um allan heim.

Tíminn líður hratt og janúar er hálfnaður. Skil bara ekkert í þessu. Þetta er bara eins og augnablik. En kannski af því alltaf er nóg að stússa. Og ekki leiðist manni á meðan. Það hefur verið ótrúlega gott vetrarveður hér meðan snjór og stormar geisa beggja vegna Atlantshafsins. Flott gönguveður flesta daga. 

Nú eru rúmir tveir mánuðir frá því mamma kvaddi okkur og enn finnst mér það skrítin tilfinnig. Við Bjössi skruppum aðeins í íbúðina hennar í gærkvöldi..Það er nú bara eins og hún hafi aðeins brugðið sér frá. Systur mínar og Anna Margrét koma um næstu helgi og þá förum við saman yfir þetta.

Við kíktum aðeins í myndaalbúmin og Bjössi skannaði nokkrar myndir. Þar liggur heill fjársjóður minninga, í albúmunum hennar mömmu. Eins og áður þá bendi ég ykkur á Bjössa síðu. Á næstunni held ég að hann setji inn svona myndir í eldri kantinum

En annars er allt gott að frétta og sömu rólegheitin hér í sveitinni..Einstaka dag er brimhljóð og svo verð ég vör við þegar landinn fer til útlanda í flugvélum.emoticon

Hef þetta ekki lengra.
Góðar stundir.
Ykkar Silla.

03.01.2010 15:16

Gleðilegt nýtt ár.


Sæl verið þið öllsömul.
Nú er nýtt ár gengið í garð. Vonandi gott fyrir okkur öll. GLEÐILEGT ÁR. TAKK FYRIR GÖMLU.

Við í Heiðarbæ erum búin að vera löt yfir hátíðarnar en nú tekur hið venjulega við. Reyndar erum við búin að vera nokkuð dugleg að fara í gönguferðir og síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir.

Það var rólegt hjá okkur á aðfangadagskvöld. við vorum bara þrjú hér. Sóttum tengdamömmu og hún var hér til 10 um kvöldið. Það var lengri tími í stopp heldur en í áraraðir. Á jóladag vorum við í mat hjá Fúsa. Þriðji í jólum var sunnudagur og þá komu dæturnar Jóhanna, Konný og Linda með sitt fólk.Mættu hér klukkan þrjú og svo var spilað við börnin. Bræðurnir Gunnar og Ágúst Sigfússynir mættu svo í matinn.. Arnar Smári sonur Konný datt beint á vörina og voru saumuð 5 spor. Þetta leit illa út og ekki var mikil matarlist í hópnum. En betur fór en á horfðist.

Á gamlaárskvöld vorum við fimm í mat. Jóhanna og Ástrós og Benni frændi voru hjá okkur. Hann er einn heima um þessar mundir en Ölli bróðir hans er í Flórida í húsinu sem hann og Maddý eiga saman. Við spiluðum og horfðum á skaupið og þetta var mjög notalegt. Skruppum svo til Fúsa og Erlu um miðnættið til að horfa með þeim og fleirum á flugeldana..

Svo eins og ég sagði, nú byrjar þetta daglega amstur. Vona að árið beri bjartari tíma með sér.

Hafið það sem best vinir, nær og fjær.
Ykkar Silla.

14.12.2009 20:15

Jólin koma.


Hæ öll.
Ég hef verið löt hér á heimasíðunni minni undanfarið..Alltaf nóg að hugsa og stússa. Hef verið meira á fésinu og svo þarf ýmislegt að gera fyrir jólin. En tíminn líður hratt og nú eru tíu dagar til jóla. Jólapakkar flognir með pósti til Danmerkur og einhver fá kort verða skrifuð. Það er orðin svo mikil miðlun allstaðar að maður skrifar bara jólakveðjur á netiðemoticon..

Enn hefur verið vinna í Fúsa ehf og vonandi teygist aðeins á henni. Þeir hafa svo sannarlega verið heppnir að hafa þó þessa vinnu. Þeir hafa verið í Örfirisey og í togara í Reykjavík við störf. Svo eru þeir að klára íbúðirnar sem þeir eiga. Ekki betra að láta þær standa svona. En ástandið er jú allavega hrikalegt á byggingamarkaðnum.

Arnar Smári verður fjögurra ára á morgun og Konný hélt upp á það í gær..Flottar veitingar að venju..Þessar stelpur mínar og tengdadætur sjá manni örugglega fyrir hitaeiningum. 

Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið..Tíu stiga hiti og meira og rólegt veður. Spáin segir að það kólni eitthvað um helgina. Frábært veður fyrir göngu og sundferðir. Og maður reynir að nýta sér það..Svo mikið ánægð er ég að það sé ekki snjór..Hann má koma korter fyrir sex á aðfangadag.

En kæru vinir, hafið það sem allra best.
Silla.


29.11.2009 14:41

Fyrsti snjórinn.

Halló!!

Jæja þá er fyrsti snjórinn fallinn..Það er allt svo hreint og fallegt úti. Það er nánast logn og þetta er góða andlitið af snjónum..En þegar Kári er í ham finnum við fyrir hinum hlutanum. Ég ætla bara að vona að veturinn verði léttur..

Bjössi var hér og var að taka myndir í góða veðrinu.. Það er eins og venjulega ágætt fyrir ykkur að kíkja á síðuna hans. Hilmar Bragi og Guðbjörg komu hingað í gærkvöldi og höfðu með sér par sem nú á Snata sem fæddist hér í júlí 2007. Hann heitir núna Nemo og er ekkert smá flottur..Vel upp alinn og hirtur..Gott að vita af honum í góðum höndum.. Dýravinir skilja svona spjall.

Nú eru auglýsingarnar farnar að hellast yfir okkur..Jóla hvað? Það styttist í jólin en ansi er ég hrædd um að það sé víða þröngt í búi. En hamingjan og jólaandinn eru nú ekki keypt fyrir peninga. Svo..

Kæru vinir þennann fyrsta sunnudag í aðventu kveð ég í bili..Hafið það sem best hvar sem þið eruð á jarðarkringlunni.
Ykkar Silla.

21.11.2009 18:32

Erilsamir dagar.

Heil og sæl.

Nú er ég komin heim á ný og jarðarför mömmu afstaðin. Við flýttum heimferðinni aðeins og því var hægt að nota helgina og hún var jarðsett í gær. Útförin fór fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði og jarðsett var í Hvalsneskirkjugarði. Kistulagningin var í Hvalsneskirkju og var yndisleg stund með nánum ættingjum sem eru margir. Líklega höfum verið amk fimmtíu þar. Barnabörnin komu að norðan til að kveðja ástkæra ömmu og voru með sum langömmubörn hennar með sér. En mamma átti 78 afkomendur, hvorki meira né minna...Helga frænka lék á fiðlu við kistulagninguna og það var fallegt..Allt gekk þetta mjög vel..

En nú er svona tómarúm..systur mínar eru að fara norður í dag og á morgun. En við þurfum að koma saman fljótlega. Margt að huga að í svona efnum..Íbúðin hennar mömmu er eins og listasafn! En við Bjössi erum hér fyrir sunnan og þurfum að setja málin í ákveðið ferli.

Ferðin okkar var mjög góð. Við slökuðum á og sleiktum sólina á milli þess að við vorum í búðarrápi..Fórum daglega í gönguferðir um nágrennið. Gunna líkaði það betur en flatmaga..Hann þolir ekki að liggja í sól og við kölluðum hann Skuggabaldur! Það þekkir fjölskyldan okkar..Og svo var gaman að hitta Dísu aftur og krakkana. Við fórum eina ferð að heiman sem tók 4 nætur..Fyrst til David og Stacey og svo upp til Tennisee til Nashville...Eina rigningin sem við fengum í allri ferðinni var á heimleiðinni frá Alabama..Annars var 25-30 stiga hiti alla daga. 

En látum þetta duga í bili..Bjössi er með fullt af myndum hjá sér og linkur hér til hægri hjá mér..endilega kíkið þangað.

Kæru vinir og ættingjar..hafið það sem best.
Ykkar Silla.




15.11.2009 04:34

Mamma mín.

Kæru vinir.
Erfiðir tímar hjá mér.
En lífið heldur áfram og nú erum við elsti hlekkurinn! En ég er erlendis og það kemur í hlut systkyna minna fjögurra að tala við prest og ákveða allt. Endalaust er ég þakklát henni Erlu minni fyrir allt sem hún hefur gert! En nú er kominn háttatími hér í Jacks.
Góða nótt.

Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 101851
Samtals gestir: 20689
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:45:05