16.10.2007 10:47

Veturinn nálgast.



Já nú finnur maður að veturinn nálgast óðum. Það er reyndar bjart og flott veður en hitastigið frekar lágt. Það voru viðbrigði að koma úr hitanum í Flórida en einhvernveginn er maður nú bara ánægður með íslenska veðurfarið. Allavega meðan það er eins og núna. Reyndar er víst snjór og hálka á heiðum!!!

Ég fór tvisvar í Reykjavík í gær. Fór með Fúsa eldri á sjúkrahús og sótti hann svo aftur. Hann þurfti að fara í svæfingu og mér fannst best að fara bara heim til voffanna í millitíðinni.
 
Enda engin Maddý heima í Heiðarásnum eins og oft. Ég kom við í dýrabúð og keypti ól á Vikký svo hún geti farið aðeins út. Alltaf með hugann við hvolpana og er að fara að passa Snata líka í viku..

Ég er að vona að Hitaveitumenn fari að koma með ljósastaurinn sem á að koma við innkeyrsluna. Það gengur hægt en ég talaði við þá í gær. Það er orðið dimmt svona hálf átta á kvöldin og bjart átta á morgnanna. Og það styttist óðum birtutíminn.. Svo það er nauðsynlegt að fá ljós upp við veg.

En annars er allt í góðu lagi hér í sveitinni..sem mér finnst nú ekki beint vera sveit í dag heldur bara friðarstaður þar sem hægt er að njóta náttúrunnar. En sveit er það..sérstaklega í augum barnabarnanna. Bestu kveðjur til ykkar allra...Silla í Heiðarbæ.

P.s. Ég heyrði auglýsingu í dag..Sérbýli í sveit..það er hér!

 

14.10.2007 12:00

Heimsóknir....


Já það hefur verið kátt í bæ. Margir komið og kíkt til okkar síðustu daga. Í fyrrakvöld voru Jóhanna og Konný hér. Í gær komu Hemmi og Guðrún og við tókum okkur góðan tíma í að skoða myndir ofl.
 
Svo kom Fúsi í gærkvöld. Hann var að koma frá Búðardal,þar sem þeir voru að vinna. Svo komu Benni og Ölli líka í gærkvöld og aftur fórum við í myndaskoðun úr ferðinni okkar.

Já við höfum fengið rokið okkar aftur en nú er komið fínasta veður allavega í bili.Týra og Vikký láta fara vel um sig. Týra hin rólegasta en meiri leikur í litlu Vikký. Hún er ekkert smá dugleg litla skinnið á sínum þremur fótum!!

Við erum samt ekkert of dugleg þessa daga..hálf löt ef svo mætti segja. En morgundagurinn breytir tímamuninum endanlega. Ég fer með tengdapabba til læknis klukkan átta í fyrramálið svo þá þýðir ekkert að lúlla sér.

Reyndar hefur Gunni verið þessa tvo daga við vinnuna en samt er eins og það taki tíma að snúa upp á tímann. Nú er Linda á Spáni í brúðkaupsferð og ég heyrði í henni..Hún er mjög ánægð með stað og hótel. Þau Jón verða reyndar bara í viku og Hrafnhildur og Kalli eru með Hrafntinnu.

Læt þetta duga af spjalli í bili. Bestu kveðjur Silla..


12.10.2007 01:28

Heim í Heiðarbæinn..

 

Já við erum komin heim í Heiðarbæinn..Og það er það besta þrátt fyrir suðaustan rok og rigningu..Og dýrin mín sofa nú saman. Mamman Týra og stelpan Vikký!  Og Konný og strákarnir, Jóhanna og börn, Erla Jóna og Ágúst Þór eru búin að koma í heimsókn.

Og á morgun fer ég til mömmu ofl. Dagurinn í dag var svona eins og alltaf þegar maður kemur heim..hálf ruglaður.. svo nú er best að fara að koma sér í háttinn og snúa upp á dæmið.

Alltaf gott að koma heim..heyra í rokinu ...við erum svo sem alin upp við það!  En núna eru Maddý og Gísli rétt að klára vinnudaginn. Vona að þeim gangi vel með stéttina ..undirbúninginn..Sendum þeim bestu kveðjur og líka Dísu, Nonna og Kathy. Jax-fólkinu okkar.

Bestu kveðjur frá Stafnesinu!!!!!!!
Silla og Gunni..

 

10.10.2007 20:16

Orlando Sanford á heimleið....


Halló halló!!!! Nú erum við stödd á Sanford flugvelli í Florida. Við eigum að fara í loftið klukkan sjö og nú er klukkan hér fjögur. Heima hjá ykkur átta...Alltaf gott að mæta snemma og fá góð sæti..ha ha. Maddý og Gísli keyrðu okkur á flugvöllinn og hér er enn 30 stiga hiti. 

Ég gæti trúað að Gísli sé sestur upp í gröfuna..þau ættu að vera komin heim aftur. Þau leigðu litla gröfu og eru að fara að steypa innkeyrslu og palla(patio). Þetta verður mjög fínt þegar þau verða búin að þessu og innanhúss er mjög notalegt og gott.

En við erum nú ekki lengur úti í sólinni og Gunni er bara sáttur. Hann er ekkert hrifin af þessum hita. Gísli kallar hann ísmanninn..Og þið í fjölskyldunni þekkið það..Hvernig var ekki í sumar þegar við fórum í fjölskylduferðina!! Hann fór alltaf í skuggann þegar við vildum vera í sólinni.....

Já nú sitjum við og látum fara vel um okkur á The Royal Palmer Lounge sem er betri stofan þeirra hér á Sanfordflugvelli...Eins og Saga Class heima..Uhm..mjög fínt og rólegt.

En okkur er farið að hlakka til að koma heim. Við höfum aldrei, þó flakkarar séum verið svona lengi erlendis. En við bættum viku við áætlaðan tíma áður en við fórum út. 
Þá höfðum við ákveðið að bæta við Kanadaferðinni með Maddý og Gísla.

En nú erum við tilbúin til brottfarar og það verður gaman að sjá börn og buru heima. Líka ferfætlingana. Ég á örugglega eftir að blogga meira um þessa ferð. Hafið það sem allra..allra best. Sjáum sum ykkar í fyrramálið. Bestu kveðjur..Líka til ykkar Maddý og Gísli!!
Silla.

08.10.2007 18:24

Heimferð nálgast..



Jæja elskurnar..Nú nálgast heimferðin og það er nú bara fínt. Búið að vera góður en kannski frekar langur tími miðað við það sem við erum vön. Við erum búin að sjá svo margt og upplifa að það gleymist seint.

Núna er sól og 30.st. hiti og hefur verið frá því á föstudag. Rigningardagarnir voru þrír og það var sko nóg!!

Við sitjum á veitingastað uti i solinni fyrir utan.. og erum í netsambandi og þess vegna er ég í minni tölvu núna..
Ha ...skrifa á íslensku. Erum hérna saman fimm. Dísa er með okkur og síðan ætlum við í búðarráp enn á ný!!!!..restina liklega..

Svo ætla ég ekki að þreyta ykkur með þessu bulli í bili. Við komum heim á fimmtudagsmorgun og erum farin að hlakka til að sjá ykkur öll..

Bestu kveðjur úr sólinni í Florida.
Silla og hinir flakkararnir.


07.10.2007 00:52

Lake Glenville!!!!!!



Hallo ollsomul. Nu erum vid i heimsokn hja David og Lynn i N.Carolinu. Vid erum i sumarhusinu hja theim vid vatn i fjollum Carolinu...Og enginn smakofi..nei nei. Bara holl..Va!!! Hef aldrei sed slikt nema i biomyndum.

Forum i hradbatnum theirra um Lake Glenville vatnid i dag og nu settist eg smastund vid tolvuna hennar Lynn til ad lata vita af okkur.Thetta er otrulegt!!!!!

Vid faum audvitad ser herbergi..Ekki sma FLOTT.......Eg segi ykkur meira af thessu seinna vegna thess ad maturinn er ad verda tilbuin...Ja og solarlagid adan oooohhhhh.
Og Johanna hun Lynn er svoo anaegd med kjolinn og allt..

Heyrid meira fra okkur bradum.
Kvedja.Flakkararnir i USA.

P.s Nu er komid kvold og vid erum komin heim i Appleton i Jacks aftur. Hja okkur er enn 7.okt...vid erum 4 kl. timum a eftir heimatima. Og thid faid ferdasoguna nanar seinna. Bokid thad gournar minar!!!
Kvedjur heim.
Flakkararnir..

04.10.2007 16:24

Budarap og letilif


Jamm og jaeja..Nu hofum vid bara verid i leti og horft a nyja sjonvarpid milli thess ad vera udi i solinni og i smaaa budarapi!! Letilif og thad er gott stundum..Nu er hadegi hja okkur og vid aetlum a syningu a eftir sem er um allt sem snyr ad husum og heimili..Kannski eins og stundum i Laugardalshollinni.

Vid aetlum snemma i fyrramalid af stad til Davids. Tha erum vid thar fyrir midjan dag. Annars er allt gott ad fretta her. Disa Nonni og Kathy koma stundum yfir og spjalla. Allir bidja ad heilsa heim.. Vid erum med tolvuna opna og endilega latid okkur heyra fra ykkur elskurnar!!!

Og eg skal hafa thetta stutt nuna. Hafid thad sem best...
Kvedja fra flokkurunum i Jacksonville i Florida.

02.10.2007 21:44

Rigning og hitamolla...

Ja thad kom ad thvi ad vid fengjum rigningu!! Eftir rumlega thrjar vikur i sol og sumaryl sem engu likist tha rignir nu svo mikid ad eg hef aldrei sed annad eins..Buid ad rigna i tvo daga naestum stanslaust.. En vid forum bara i budarrap og thad fylgir vist venjulega flakkinu.

Maddy var ad kaupa nytt sjonvarp i husid og their vinirnir eru ad setja thad upp nuna. 50 tommu TV..Ekkert sma flott. Vona ad vid getum farid i bioid i kvold!!!! Thad er bara beintengd talvan og eg nenni ekki ad fara med mina i tradlaust samband svo thid verdid bara ad lesa thetta svona.

Vid hofum thad annars flott. Vid aetlum ad fara upp til Georgiu aftur um helgina. Vid erum bodin i sumarvillu sem Lynn og David vinafolk D og S eiga i fjollunum thar. Thau eru med 6 svefnherbergi i litla husinu sinu !!!! David og Lynn komu i brudkaupid i mai heima. Voru i Boston um helgina sidustu og vilja endilega ad vid komum til theirra. Hm.. Hvad skyldi sjalft einbylishusid theirra vera stort?

Ja i henni Ameriku er thetta svona annadhvort i okkla eda eyra. Vid erum sex tima ad renna uppeftir og their segja ad thad seu bara just a copple of miles..ha ha. Og vid erum svo sem ordin von thessu....Oh thad eru thrumur udi nuna..og eldingar vaa. Vid sleppum vid thad a Islandi yfirleitt en her er lognid..allavega nuna. Engin fellibylur..held ad their seu ekki skaedir her i Jacks. Vid erum svo nordarlega i Florida.

Ja mamma takk fyrir kvedjuna. Ja nu eru 10 ar sidan vid vorum her med mommu med okkur og Lilly kom lika. Svo vorum vid lika i Orlando-Kissemee og thad var gaman tha lika eins og hun sagdi...Fer nu ad haetta thessu i bili..Vona ad allir seu hressir og katir. Maddy Gisli og Gunni bidja ad heilsa..Bestu kvedjur..
Silla i rigningu i Jacksonville Fl.

P.s.Vid sendum strakana aftur i Sams til ad kaupa nytt DVD taeki til ad thetta fari saman. Gamla videotaekid passar ekki vid hitt.. Og vid Maddy erum alltaf ad hlaupa ut i glugga og truum ekki augum ne eyrum...Thetta er eins og a gamlarskvold. Eldingar lika med havadanum..Ja herna.

01.10.2007 00:10

Gainsville-Jacksonville i Maddy-Gisla i husi



Hallo allir. Nu erum vid komin til Jacksonville i Florida husid hja Maddy. Mikid fint og kosy. Nu verdid tid ad lesa nyja stafagerd. Eg er i tolvunni i husinu...Vid erum buin ad hafa tad mjog gott. I gaer forum vid til baejar sem heitir Helen upp i fjollum med David og Stacey. Baerinn er ekta thyskur oll husin thysk i utliti og thad var mjog skemmtilegt. Mundi vilja fara thangad aftur.


Sidan keyrdum vid til Ashville (allt i villum her) i N.Carolinu og skodudum Biltmore house. Thad var hreint otrulegt. Vorum thar allann daginn og komum heim i Gainsville kl.22.00..Gunni hafdi farid arid 1985 thangad en engin af hinum hafdi sed thetta. Thetta er holl og umhverfid yndislegt. Thad eru 304 herbergi thar!!! Byggt 1895..


En nu erum vid komin heim til Maddy og Gisla eins og vid segjum. Hingad komum vid keyrandi a jeppanum med trailer i eftirdragi..Vid Maddy erum bunar ad versla mikid!!! Nei bara grin..Thad er nu frekar karlpeningurinn sem er ad eyda.Trailerinn er fyrir Gisla og Maddy og Olla sem a husid lika. Kathy og Nonni buin ad kikja en Disa er lasin eins og er. Er ad lagast og vid hittum hana a morgun. Vid komum ad fullum isskap..Ekki ad spyrja ad Disu, Kathy og co.

Nu fer eg ad haetta thessu i bili. Ekki eins gott ad skrifa i svona stafagerd. En vildi lata ykkur heyra fra okkur sma. Fer i mina tolvu naest..Skritin islenska thetta!!!
Kvedja fra hinum flokkurunum..
Silla.

 

28.09.2007 16:47

Hjá David og Stacy í Gainsville Georgiu.



Halló elskurnar. Sérstakar kveðjur til mömmu. Pabbi hefði átt afmæli í dag 28. september. Hann var fæddur 1914. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti í húsinu hjá þeim nýgiftu... Reyndar er David í vinnuferð núna og kemur eftir tvo tíma frá Oklahoma. Við erum búin að vera í sólinni milli þess að kíkja í búðirnar. Og svo erum við í heimabíóinu á kvöldin.

Við erum ekki í netsambandi í sjálfu húsinu en þau búa 8 mílur fyrir utan Gainsville í þvílíkri sveitasælu. Við erum reyndar búin að heimsækja þau tvisvar áður en nú er búið að innrétta kjallarann til viðbótar.

Þetta er mjög fínt og nýtt hús. Svalir og garðhúsgögn og alles svo við getum ekki haft það betra.. Það verður grillað í kvöld og á morgun ætlum við á einhvern þýskan stað þar sem er að byrja októberfest. Kannski lika i Biltmore house..

Já það var gaman hjá Elvis Solla og takk fyrir innlitið. Það var heldur langt að kíkja til þín í Sívætlu en bestu kveðjur til ykkar. Og aftur bestu kveðjur úr sólinnin í Georgíu.

Flakkararnir.

26.09.2007 03:42

Frá Graceland til Alabama...


Halló öll heima!!!! Nú erum við í Birmingham í Alabama og erum nærri því komin til Davids til Gainsville í Atlanta í Georgíu. Í dag höfum verið mjög dugleg og séð mikið. Við fórum í Gracelandið hans Presleys og það var mikil upplifun fyrir okkur. Svo fórum við niður í miðbæ og sáum að þar er sumt í niðurníðslu ..ekki gott .en það er verið að byggja samt í úthverfunum og þau eru fín..

Og nú erum við í Birmingham í Alabama fórum í gegn um Missisippi á leið til Georgiu. Þetta er búið vera þvílíkt frábært ferðalag og okkur gengur vel vinafólkinu að flakka saman. Við vorum að hugsa um það að við erum búin að vera að keyra frá Minneapolis til Kanada og aftur til Bandaríkjanna og erum komin hingað niður  til suðurríkjanna...

Og ég gleymdi að segja ykkur frá fararskjótanum okkar!!! Gísli og Maddý keyptu Ford Explorer af Jennifer og billinn beið eftir okkur á flugvellinum í Minneapolis..Ætlunin í fyrstu var að við ferjuðum hann niður til Florida en aðstæður breyttust og þau komu og við ákváðum að bæta Kanadaferðinni við..Sem betur fer og þvílíkt hvað við kynntumst góðu fólki í Kanada!!!

Bless elskurnar og farið nú commenta á okkur og segja okkur fréttir frá Íslandinu góða ..því það er gott að heyra  allt þó það sýnist ekki merkilegt..Í fjarlægð er það merkilegt...Fúsi, Eiríkur.Jóhanna,Konný og Linda...Guðjón,Stefanía,Björk,,Árni, Hermann og Ívar..og fjölskyldur..látið í ykkur heyra!!!!!Elskurnar....

Kveðja frá Alabama USA....



 

25.09.2007 00:59

Elvis Presleyborgin Memphis...


Nú erum við komin til Memphis í Tennessee. Ójá og nú ætlum við að heimsækja Gracelandið, gamla heimilið hans Presley á morgun. Núna er klukkan hér að verða átta að kvöldi og við búin að fá okkur að snarla. Við höfum verið sérlega heppin með veðrið hingað til. Bara kannski einum of heitt fyrir skuggasveina eins og Gunna.

Moskítóin eru skæð og láta suma ekki í friði en aðrir sleppa. Ég er örugglega ekki í uppáhaldsblóðflokknum hjá þeim. Bara fengið tvær stungur. En sumir eru vinsælli og það er búið að spreyja og bera á í gríð og erg. 

Það er mjög fallegt hér niðurfrá og Missisippíáin rennur hér hjá. Svo er víst nóg að skoða hér í bænum því allt minnir á rokkgoðið fræga. Í sumar voru nákvæmlega þrjátíu ár frá því hann féll frá og þessi bær lifir greinilega á hans miklu frægð. Og Dísa frænka í Flórida pantaði sko að við keyptum handa henni minjagrip því hann var hennar uppáhald...

Eftir morgundaginn eða seinnipartinn á morgun höldum við áfram ferðinni og setjum stefnuna á Gainsville Atlanta til Davids og Staycy. En annað spilum við af fingrum fram.....Svo er ætlunin að vera amk. síðustu vikuna í litla húsinu þeirra Maddý og Gísla í Jacks í Florida..Jæja verið nú dugleg að commenta..alltaf gaman að heyra frá ykkur á klakanum..  Hann er nú bestur!!!!

Kveðjur til allra frá flökkurunum..

 

23.09.2007 23:43

Suður fyrir Chicago..

.........
Halló öllsömul. Við fórum af stað frá Monte og Lynn um hádegi. Þau fóru með okkur og sýndu okkur þessa risaprentsmiðju þar sem hann er einhverskonar stjóri! Hefur skrifstofu og þannig. Þarna er unnið allann sólarhringinn allt árið um kring. Við Gunni sáum hana 1997 en síðan hefur hún stækkað. Hitinn hér núna er rosalegur. 92 gr. F. í dag og við erum með lafandi tungu eins og þið sjáið.ha ha.

Við höfðum það yndislegt hjá þeim ´fjölskyldunni okkar´ í Milwaukee. Og svo vorum við nestuð með pulsum og allskonar góðgæti og fullt af vatni sem er óspart drukkið. Við renndum framhjá Chicago og rúlluðum smá eftir hinum fræga vegi, road 66.... Núna erum við búin að koma okkur fyrir á hóteli í Bloomington sem er frekar stór bær eða eða borg. Við erum búin að fara í Walmart og fá okkur eitur til að drepa moskítóflugur!!!!! Og áburð á okkur. Annars er þetta ekki svo slæmt við erum að eyða þessu af okkur.

Gott að heyra að allt gengur vel heima. Og Týra hefur fengið hluta af afkvæmunum til að æfa sig á..Fínt...Já takk fyrir kveðjuna og pössunina Bjössi og það eru bestu kveðjur til Ölla og Benna frá okkur flökkurunum. Fer að hætta þessu í bili. Hafið það gott í norðanáttinni gæskurnar..En það væri stundum gott að fá smá norðanvind hér en bara smá!!!

Bestu kveðjur.... Flakkararnir...

Ps. Svona til að láta ykkur vita þá opnum við á kvöldin 245.is..Víkurfréttir og mbl.is og vitum hvað er að gerast heima....


21.09.2007 21:55

Flakkarar í Wisconsin...



Jæja, hvað segið þið nú í fréttum? Við erum í góðu yfirlæti hér í Hartland í Milwaukee. Við fórum áðan niður í miðbæ í skoðunarferð. Þetta var alveg ljómandi dagur og hitinn alveg að yfirkeyra okkur!! Segi nú svona yfir 30 gr celsíus. Við fórum niður að vatni (Michigan) og þar er nú eins og á sólarströnd. Verið að byggja sandkastala og sleikja sólina.

Við erum búin að fá fullt af sms og áskoranir um að halda áfram að skrifa svona smá dagbók. Það er líka gaman að heyra frá ykkur og endilega haldið því áfram og segið okkur fréttir!! Ég frétti að hvolparnir tveir væru að fara í pössun til Bjössa og það er gott að eiga einhvern að þegar unnin er helgarvinna.(Jóhanna).

Thomas litli á afmæli í dag og við erum búin að færa honum pakka og kossa frá öllum heima. Þau krakkarnir eru svo nýbúin að vera á Íslandi að þetta er allt í fersku minni hjá þeim. Brúðkaupið var jú síðast í maí. Og það verður smá afmæli í kvöld. Svo á Jenn afmæli á morgun og við létum ekki vanta pakka og þakkir til hennar því hún var ekkert smá dugleg við brúðkaupsundirbúningin hennar Lindu!!!

Spurning til Björk Ínu.. Hvert er Inga Steina að flytja????? Til hvaða bónda?? Við mamma þín erum svooooo forvitnar að vita það..

Jæja nú er best að hætta í bili hér í hitanum og moskitóbitinu! Óóó....Það kræktu nokkrar í okkur. Góða nótt og hafið það sem best.
Flakkararnir í henni Ameríku.

20.09.2007 01:07

Milli Minneapolis og Milwaukee!!!



Jæja þá nú erum við búin að loka Kanadahringnum sem við köllum og nú liggur leiðin niður eða suður USA. Við byrjum á því að fara á morgun til vinafólks fjölskyldunnar sem býr í Milwaukee, Wisconsin. Þar eru að bíða eftir okkur hin fjölskyldan okkar eins og við segjum oft. Fólkið hans Davids Rose. Eins og þið flest vitið gifti David sig í Hvalsneskirkju 26.mai s.l. 

David er fæddur í Iowa en gekk í háskóla í Milwaukee og þar búa tveir bræður hans með fjölskyldum sínum og tvær systur. Mamma þeirra er þar oft þó hún sé búsett í Ossian í Iowa ásamt syni sýnum Kevin. Peter og fjölskylda búa svo í Wasington DC.

Við gistum í gær í Buffaloborginni Jamestown í N. Dakota. Keyrðum í dag í gegn um Minnisota. Og í dag höfum við bara tekið það frekar rólega. Við fórum í Target hér í Eau Claire til að skoða eins og vera ber. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.

Við villumst stundum í hverfunum hérna en bara brosa í umferðinni!! Ekki satt? Þeir segja hér að mollið sé bara just coppul of miles í burtu. Já já...

 Karlarnir okkar segja að við höfum fyllt bílinn af dóti..úr Target ..en viti menn bíllinn var fullur af viský og bjór þegar við komum í hann og dótið komst varla fyrir. Nú er bara talað um TRAILER. Bara djók!!! Það er tuttugu stiga hiti núna og bara æði.Kannski förum við í sólbað í fyrramálið eftir morgunverðinn. Reyndar er heldur kaldara á morgnanna.


Verið áfram svona dugleg að láta heyra í ykkur og segja okkur fréttir að heiman..
Byðjum að heilsa öllum. Silla, Maddý, Gunni og Gísli.----Flakkararnir svonefndu!!!

P.s kærar kveðjur til mömmu og tengdaforeldra, treystum mömmu til að koma því til skila. Þið vitið kannski að mamma mín er tölvuvædd.!.frábær kona!





Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 1914
Gestir í gær: 1077
Samtals flettingar: 105273
Samtals gestir: 22452
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:58:22